Klárar Hamilton dæmið í Mexíkó? Bragi Þórðarson skrifar 26. október 2018 18:30 Það þarf mikið að ganga á svo Hamilton verði ekki heimsmeistari um helgina. vísir/getty Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira