Óvíst hvert málum yrði áfrýjað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 07:00 Enn á eftir að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson lagaprófessor. Fréttablaðið/Eyþór Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47