Vakti augýsing lögreglunnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um þjófinn heimsathygli þar sem hann þótti svipa mikið til Schwimmer. Svo virðist sem að auglýsingin hafi borið árangur.
„Gætum við VERIÐ ánægðari með viðtökurnar við auglýsingunni um þjófinn á veitingastaðnum í Blackpool,“ spyr lögreglan í bænum á Twitter í anda Chandler Bing úr Vinum sem leikinn var af Matthew Perry. Í tilkynningu lögreglu segir að borin hafi verið kennsl á mannin og rannsóknin haldi áfram.
„Kærar þakkir fyrir að deila þessum með Vinum ykkar,“ segir ennfremur.
Líkt og greint var frá í gær virðist sem að Schwimmer sjálfur hafi ekki farið varhluta af umfjöllun um tvífara sinn og birti hann myndband á Twitter í gær þar sem hann sagðist vera alsaklaus og gerir grín að myndinni sem lögreglan birti.
Could we BE any more overwhelmed with the response to our CCTV appeal after a theft at a restaurant in Blackpool? Most importantly, we're now satisfied we've identified the man in the still & our enquiries are very much continuing. Huge thanks for sharing it with your Friends pic.twitter.com/61V2V4KMuu
— Blackpool Police (@BlackpoolPolice) October 25, 2018