Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 68-66 │Keflavík stal sigrinum gegn Stjörnunni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Blue-höllinni skrifar 25. október 2018 23:15 Dupree skoraði sigurkörfu Keflvíkinga í kvöld vísir/bára Keflvíkingar unnu Stjörnuna í spennutrylli í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. Stjarnan leiddi nær allan leikinn en Reggie Dupree tryggði Keflvíkingum sigurinn með þriggja stiga körfu á lokamínútu leiksins. Leikurinn byrjaði af krafti og voru liðin jöfn um miðbik fyrsta leikhluta en þá komust Stjörnumenn yfir og átti sú forysta eftir að haldast allt fram á lokamínútuna. Varnarleikur beggja liða var mjög sterkur og var þar af leiðandi lítið skorað í leiknum. Staðan í hálfleik var 30-36, Stjörnumönnum í vil. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en í kjölfarið af því tóku Keflvíkingar við sér og minnkuðu muninn hægt og rólega það sem eftir lifði leiks. Þegar um mínúta var til leiksloka leiddu Stjörnumenn með þremur stigum. En Keflvíkingar teiknuðu þá upp frábært kerfi og minnkuðu muninn í eitt stig. Svo var komið af þætti Reggie Dupree. Dupree var ekki góður í kvöld, langt því frá. Hann hafði ekki skorað eitt einasta stig í leiknum þegar hann stekkur upp í þriggja stiga skot þegar um hálf mínúta var eftir og setur það niður. Kom hann Keflvíkingum yfir í fyrsta skiptið í leiknum 68-66 og urðu það lokatölur. Afhverju vann Keflavík? Gríðarlega erfið spurning. Í raun átti Keflavík ekkert skilið að vinna þennan leik. En körfuboltaleikur er í fjörtíu mínútur eins og Arnar sagði og Keflvíkingar gerðu vel varnarlega í leiknum og héldu sér þannig allan tímann í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Keflvíkingum voru það Craion og Hörður Axel stigahæstir. Craion var með 15 stig og átta fráköst. Hörður skoraði 14 stig og gaf sex stoðsendingar. Einnig er vert að nefna Mantas hjá Keflavík. Hann átti frábæra innkomu, skoraði átta stig á 11 mínútum og gaf sig allan í leikinn. Enda var hann orðinn svo þreyttur í lokaleikhlutanum að hann þurfti hreinlega að biðja um skiptingu. Stjarnan dreifði sínu stigaskori vel í leiknum og allt byrjunarliðið skoraði tíu stig eða meira. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ekkert stórkostlega vel að skora í leiknum enda sterkur varnarleikur hjá báðum liðum. Hvað gerist næst? Keflvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtið en Stjörnumenn fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn í Garðabæinn. Sverrir Þór: Reggie er alvöru töffari Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var kampakátur eftir sigur sinna manna gegn sterku liði Stjörnunnar í kvöld. Keflavík var undir allan leikinn en komst yfir á lokamínútu leiksins. „Tilfinningin er mjög góð. Við vorum í erfiðleikum. Stjarnan gerði virkilega vel og voru mjög sterkir og skipulagðir. Við áttum í erfiðleikum með að skora hjá þeim. Það sem bjargaði þessu var að vörnin okkar var ágæt þannig við misstum þá aldrei langt fram úr. Svo í restina förum við loksins að taka af skarið og þá fór að opna aðeins meira fyrir okkur. Svo datt þetta með okkur undir lokinn, Reggie setur þarna svaka þrist. Frábær sigur á sterku liði. Þetta var langt frá því að vera sannfærandi hjá okkur.“ Leikurinn í kvöld var ekki besti leikur Keflvíkinga í vetur, en það sýnir kannski styrkleika þeirra að þeir sigra Stjörnuna, sem margir spá að verði í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. „Þetta var alls ekki góður leikur, en það er auðvitað því að Stjarnan var að spila mjög vel. Það gerði okkur erfitt fyrir. Við sjáum það að með því að hanga inn í leikjum með að spila ekkert alltof vel, og koma svo með alvöru frammistöðu, þá getum við ennþá unnið leikina. Þessi deild er fáránlega sterk og jöfn.“ Sigur Keflavíkur í kvöld var svipaður og sigur þeirra gegn KR fyrr í þessum mánuði. Þá var liðið undir allan leikinn og Reggie Dupree steig upp á ögurstundu eftir annars dapran leik og setti niður risaþrista. Sama var upp á teningnum í kvöld, þegar Reggie setti niður þriggja stiga körfu og kom Keflvíkingum yfir. „Þetta er ekkert smá mikilvægt. Reggie er frábær leikmaður og mikilvægur fyrir okkur. En stundum gerir hann ekki neitt sóknarlega sem er svo skrýtið því hann er svo góður sóknarlega. Hann var ekki búinn að skora neitt en var alltaf að fara taka þetta skot. Hann er alvöru töffari.“ Arnar: Leikurinn er 40 mínútur Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegk Keflavík í spennutrylli í kvöld. „Leikurinn er 40 mínútur. Þeir skoruðu fleiri stig en við og voru betri á endanum. Við vorum ekki alveg nógu sterkir á vellinum í fjórða leikhluta.“ Stjarnan hafði yfirhöndina í leiknum í kvöld og var yfir mest allan leikinn. Stjarnan spilaði ákaflega flottan varnarleik og héldu Michael Craion vel í skefjum í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var góður. Mér fannst við á tímum vera búa til góð skot á móti góðu varnarliði. Þetta var hrikalega góð skemmtun, þetta var frábær leikur. Það þurfti einhver að tapa og í kvöld vorum það við. Við erum á vegferð og verðum að halda áfram að bæta okkur, það er ekkert annað í boði.“ Ægir Þór og Hlynur Bæringsson klikkuðu báðir á vítaskotum undir lokin, á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Hlynur hefði getað jafnað leikinn með að setja sín skot niður og hefði það verið allt annar leikur. Arnar segir það hafa að sjálfsögðu hafa verið dýrkeypt. „Auðvitað er það dýrkeypt. Vítaskot í fyrsta leikhluta er dýrkeypt líkt og vítaskot í fjórða leikhluta. Okkur langar að skjóta betur frá línunni og við gerðum í kvöld. Craion var frábær í fjórða leikhluta, við vorum búnir að gera mjög vel á honum þangað til.“ Craion: Reggie er X-faktorinn okkar Michael Craion var glaðbeittur á svip eftir sigur Keflavíkur á Stjörnunni í kvöld. „Tilfinning er mjög góð. Við vorum ekki eins góðir og við ætluðum okkur. Við vissum að leikmenn þeirra væru mjög sterkir og mér fannst við ekki berjast eins mikið og við getum gert snemma í leiknum. En við náðum að halda í við þá, halda áfram og ná í sigurinn undir lokinn.“ Craion var ekki nægilega ánægður með sinn leik í kvöld, en sterk vörn Stjörnunnar reyndist honum erfið. Hann var hins vegar drjúgur undir lokinn og náði þá að setja niður mikilvægar körfur. „Ég er ekki nægilega ánægður með hvernig ég spilaði í leiknum. Ég get ekki átt frábæran leik í öllum leikjum, en ég hélt áfram að berjast og náði að setja niður nokkur skot í lokinn.“ Reggie Dupree var hetja Keflvíkinga í kvöld með risastórum þristi á lokamínútunni og kom þá Keflvíkingum yfir. „Reggie er X-faktorinn okkar. Það sýnir karakterinn hjá honum, að vera með ekkert stig, stíga upp og setja niður þennan þrist.“ Aðspurður hvernig það er að vera kominn aftur til Íslands, og til Keflavíkur var svar Craion einfalt. „Það er kalt. En ég er spenntur fyrir tímabilinu og spenntur að sjá hversu langt þetta lið getur farið. Við viljum verða meistarar og erum að vinna í því á hverjum degi. Það verður ekki auðvelt.“ Dominos-deild karla
Keflvíkingar unnu Stjörnuna í spennutrylli í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. Stjarnan leiddi nær allan leikinn en Reggie Dupree tryggði Keflvíkingum sigurinn með þriggja stiga körfu á lokamínútu leiksins. Leikurinn byrjaði af krafti og voru liðin jöfn um miðbik fyrsta leikhluta en þá komust Stjörnumenn yfir og átti sú forysta eftir að haldast allt fram á lokamínútuna. Varnarleikur beggja liða var mjög sterkur og var þar af leiðandi lítið skorað í leiknum. Staðan í hálfleik var 30-36, Stjörnumönnum í vil. Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en í kjölfarið af því tóku Keflvíkingar við sér og minnkuðu muninn hægt og rólega það sem eftir lifði leiks. Þegar um mínúta var til leiksloka leiddu Stjörnumenn með þremur stigum. En Keflvíkingar teiknuðu þá upp frábært kerfi og minnkuðu muninn í eitt stig. Svo var komið af þætti Reggie Dupree. Dupree var ekki góður í kvöld, langt því frá. Hann hafði ekki skorað eitt einasta stig í leiknum þegar hann stekkur upp í þriggja stiga skot þegar um hálf mínúta var eftir og setur það niður. Kom hann Keflvíkingum yfir í fyrsta skiptið í leiknum 68-66 og urðu það lokatölur. Afhverju vann Keflavík? Gríðarlega erfið spurning. Í raun átti Keflavík ekkert skilið að vinna þennan leik. En körfuboltaleikur er í fjörtíu mínútur eins og Arnar sagði og Keflvíkingar gerðu vel varnarlega í leiknum og héldu sér þannig allan tímann í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Keflvíkingum voru það Craion og Hörður Axel stigahæstir. Craion var með 15 stig og átta fráköst. Hörður skoraði 14 stig og gaf sex stoðsendingar. Einnig er vert að nefna Mantas hjá Keflavík. Hann átti frábæra innkomu, skoraði átta stig á 11 mínútum og gaf sig allan í leikinn. Enda var hann orðinn svo þreyttur í lokaleikhlutanum að hann þurfti hreinlega að biðja um skiptingu. Stjarnan dreifði sínu stigaskori vel í leiknum og allt byrjunarliðið skoraði tíu stig eða meira. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ekkert stórkostlega vel að skora í leiknum enda sterkur varnarleikur hjá báðum liðum. Hvað gerist næst? Keflvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtið en Stjörnumenn fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn í Garðabæinn. Sverrir Þór: Reggie er alvöru töffari Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var kampakátur eftir sigur sinna manna gegn sterku liði Stjörnunnar í kvöld. Keflavík var undir allan leikinn en komst yfir á lokamínútu leiksins. „Tilfinningin er mjög góð. Við vorum í erfiðleikum. Stjarnan gerði virkilega vel og voru mjög sterkir og skipulagðir. Við áttum í erfiðleikum með að skora hjá þeim. Það sem bjargaði þessu var að vörnin okkar var ágæt þannig við misstum þá aldrei langt fram úr. Svo í restina förum við loksins að taka af skarið og þá fór að opna aðeins meira fyrir okkur. Svo datt þetta með okkur undir lokinn, Reggie setur þarna svaka þrist. Frábær sigur á sterku liði. Þetta var langt frá því að vera sannfærandi hjá okkur.“ Leikurinn í kvöld var ekki besti leikur Keflvíkinga í vetur, en það sýnir kannski styrkleika þeirra að þeir sigra Stjörnuna, sem margir spá að verði í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. „Þetta var alls ekki góður leikur, en það er auðvitað því að Stjarnan var að spila mjög vel. Það gerði okkur erfitt fyrir. Við sjáum það að með því að hanga inn í leikjum með að spila ekkert alltof vel, og koma svo með alvöru frammistöðu, þá getum við ennþá unnið leikina. Þessi deild er fáránlega sterk og jöfn.“ Sigur Keflavíkur í kvöld var svipaður og sigur þeirra gegn KR fyrr í þessum mánuði. Þá var liðið undir allan leikinn og Reggie Dupree steig upp á ögurstundu eftir annars dapran leik og setti niður risaþrista. Sama var upp á teningnum í kvöld, þegar Reggie setti niður þriggja stiga körfu og kom Keflvíkingum yfir. „Þetta er ekkert smá mikilvægt. Reggie er frábær leikmaður og mikilvægur fyrir okkur. En stundum gerir hann ekki neitt sóknarlega sem er svo skrýtið því hann er svo góður sóknarlega. Hann var ekki búinn að skora neitt en var alltaf að fara taka þetta skot. Hann er alvöru töffari.“ Arnar: Leikurinn er 40 mínútur Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur eftir tap sinna manna gegk Keflavík í spennutrylli í kvöld. „Leikurinn er 40 mínútur. Þeir skoruðu fleiri stig en við og voru betri á endanum. Við vorum ekki alveg nógu sterkir á vellinum í fjórða leikhluta.“ Stjarnan hafði yfirhöndina í leiknum í kvöld og var yfir mest allan leikinn. Stjarnan spilaði ákaflega flottan varnarleik og héldu Michael Craion vel í skefjum í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var góður. Mér fannst við á tímum vera búa til góð skot á móti góðu varnarliði. Þetta var hrikalega góð skemmtun, þetta var frábær leikur. Það þurfti einhver að tapa og í kvöld vorum það við. Við erum á vegferð og verðum að halda áfram að bæta okkur, það er ekkert annað í boði.“ Ægir Þór og Hlynur Bæringsson klikkuðu báðir á vítaskotum undir lokin, á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Hlynur hefði getað jafnað leikinn með að setja sín skot niður og hefði það verið allt annar leikur. Arnar segir það hafa að sjálfsögðu hafa verið dýrkeypt. „Auðvitað er það dýrkeypt. Vítaskot í fyrsta leikhluta er dýrkeypt líkt og vítaskot í fjórða leikhluta. Okkur langar að skjóta betur frá línunni og við gerðum í kvöld. Craion var frábær í fjórða leikhluta, við vorum búnir að gera mjög vel á honum þangað til.“ Craion: Reggie er X-faktorinn okkar Michael Craion var glaðbeittur á svip eftir sigur Keflavíkur á Stjörnunni í kvöld. „Tilfinning er mjög góð. Við vorum ekki eins góðir og við ætluðum okkur. Við vissum að leikmenn þeirra væru mjög sterkir og mér fannst við ekki berjast eins mikið og við getum gert snemma í leiknum. En við náðum að halda í við þá, halda áfram og ná í sigurinn undir lokinn.“ Craion var ekki nægilega ánægður með sinn leik í kvöld, en sterk vörn Stjörnunnar reyndist honum erfið. Hann var hins vegar drjúgur undir lokinn og náði þá að setja niður mikilvægar körfur. „Ég er ekki nægilega ánægður með hvernig ég spilaði í leiknum. Ég get ekki átt frábæran leik í öllum leikjum, en ég hélt áfram að berjast og náði að setja niður nokkur skot í lokinn.“ Reggie Dupree var hetja Keflvíkinga í kvöld með risastórum þristi á lokamínútunni og kom þá Keflvíkingum yfir. „Reggie er X-faktorinn okkar. Það sýnir karakterinn hjá honum, að vera með ekkert stig, stíga upp og setja niður þennan þrist.“ Aðspurður hvernig það er að vera kominn aftur til Íslands, og til Keflavíkur var svar Craion einfalt. „Það er kalt. En ég er spenntur fyrir tímabilinu og spenntur að sjá hversu langt þetta lið getur farið. Við viljum verða meistarar og erum að vinna í því á hverjum degi. Það verður ekki auðvelt.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum