Ekki óeðlilegt að Seðlabankinn grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. október 2018 08:00 Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku. Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45
Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent