Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 11:00 Rami Malek í hlutverki Freddie Mercury. Aðdáendur bresku sveitarinnar Queen bíða vafalaust margir hverjir spenntir eftir myndinni Bohemian Rhapsody þar sem ferill sveitarinnar er rakinn. Sviðsljósinu er beint að aðalmanni Queen, söngvaranum og tónskáldinu Freddie Mercury, en gagnrýnendur hafa lagt mat sitt á myndina og segja hana fremur varfærnislega nálgun á líf Mercury en aðalleikarinn Rami Malek haldi myndinni uppi með stórkostlegri frammistöðu. Virðist það vera samdómaálit þeirra að tónlistaratriði myndarinnar séu mögnuð en frásögnin sjálf ekki nógu sterk, miðað við þá miklu sögu sem býr að baki þessarar sveitar og söngvaranum Freddie Mercury. Framleiðsla myndarinnar reyndist nokkuð erfið. Grínistinn Sacha Baron Cohen var ráðinn til að leika Mercury en hætti eftir að hafa lent í útistöðum við framleiðendur myndarinnar um efnistökin.Bryan Singer var ráðinn sem leikstjóri myndarinnar en hann hætti þegar framleiðsla hennar var langt kominn eftir að hafa lent saman við aðalleikara myndarinnar Rami Malek. Hafði Malek kvartað undan því að hve ófaglegur Singer hefði reynst við tökur, en Hollywood Reporter segir hann hafa látið það í ljós fyrir hönd leikara myndarinnar á fundi með stjórnendum myndversins 20th Century Fox. Hafði Singer til að mynda ekki mætt í tökur nokkrum sinnum án þess að láta vita en áður hafði myndverið gert hlé á framleiðslu myndarinnar til að veita Singer svigrúm til að ná fullri heilsu eftir veikindi. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að stærsti kostur myndarinnar er frammistaða Rami Malek í hlutverki Mercury. Er leikur hans sagður lyfta myndinni upp úr flokki formúlukenndra ævisögumynda yfir í grípandi persónudrifið verk.Malek er sagður fanga anda hins þjáða Mercury.„Hann fangar anda hins litríka en oft þjáða tónlistarvitrings,“ skrifar Mara Reinstein fyrir Us Weekly. Tim Grierson hjá Screen Daily bendir á að hljómsveitin Queen hefði ekki orðið neitt án Mercury og það sama eigi við um myndina, hún væri ekkert án frammistöðu Malek. Myndin sjálf er sögð fremur varfærin, hún sökkvi sér ekki í stóra atburði sem tengjast meðlimum sveitarinnar og sé hálf hrædd við að fjalla um einkalíf Mercury af fullum þunga. Er það allavega mat gagnrýnanda IndieWire og Variety. Hún fær þó mikið lof fyrir tónlistaratriðin og skemmtanagildi hennar því talsvert. Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Aðdáendur bresku sveitarinnar Queen bíða vafalaust margir hverjir spenntir eftir myndinni Bohemian Rhapsody þar sem ferill sveitarinnar er rakinn. Sviðsljósinu er beint að aðalmanni Queen, söngvaranum og tónskáldinu Freddie Mercury, en gagnrýnendur hafa lagt mat sitt á myndina og segja hana fremur varfærnislega nálgun á líf Mercury en aðalleikarinn Rami Malek haldi myndinni uppi með stórkostlegri frammistöðu. Virðist það vera samdómaálit þeirra að tónlistaratriði myndarinnar séu mögnuð en frásögnin sjálf ekki nógu sterk, miðað við þá miklu sögu sem býr að baki þessarar sveitar og söngvaranum Freddie Mercury. Framleiðsla myndarinnar reyndist nokkuð erfið. Grínistinn Sacha Baron Cohen var ráðinn til að leika Mercury en hætti eftir að hafa lent í útistöðum við framleiðendur myndarinnar um efnistökin.Bryan Singer var ráðinn sem leikstjóri myndarinnar en hann hætti þegar framleiðsla hennar var langt kominn eftir að hafa lent saman við aðalleikara myndarinnar Rami Malek. Hafði Malek kvartað undan því að hve ófaglegur Singer hefði reynst við tökur, en Hollywood Reporter segir hann hafa látið það í ljós fyrir hönd leikara myndarinnar á fundi með stjórnendum myndversins 20th Century Fox. Hafði Singer til að mynda ekki mætt í tökur nokkrum sinnum án þess að láta vita en áður hafði myndverið gert hlé á framleiðslu myndarinnar til að veita Singer svigrúm til að ná fullri heilsu eftir veikindi. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að stærsti kostur myndarinnar er frammistaða Rami Malek í hlutverki Mercury. Er leikur hans sagður lyfta myndinni upp úr flokki formúlukenndra ævisögumynda yfir í grípandi persónudrifið verk.Malek er sagður fanga anda hins þjáða Mercury.„Hann fangar anda hins litríka en oft þjáða tónlistarvitrings,“ skrifar Mara Reinstein fyrir Us Weekly. Tim Grierson hjá Screen Daily bendir á að hljómsveitin Queen hefði ekki orðið neitt án Mercury og það sama eigi við um myndina, hún væri ekkert án frammistöðu Malek. Myndin sjálf er sögð fremur varfærin, hún sökkvi sér ekki í stóra atburði sem tengjast meðlimum sveitarinnar og sé hálf hrædd við að fjalla um einkalíf Mercury af fullum þunga. Er það allavega mat gagnrýnanda IndieWire og Variety. Hún fær þó mikið lof fyrir tónlistaratriðin og skemmtanagildi hennar því talsvert.
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira