Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2018 09:51 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta skipti viðurkennt að sádi-arabíski krónprinsinn geti mögulega verið viðriðinn morðið á Jamal Khashoggi. vísir/epa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest. Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.
Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11
Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59