Tuttugu slösuðust í rúllustigaslysi í Róm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 23:43 Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltafélagsins CSKA Moskva sem voru í Róm til að fylgjast með liðinu sínu etja kappi við Roma. Vísir/ap Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018 Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018
Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45