Innlent

Brotsjór veldur bandarísku herskipunum vandræðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bandarísk herskip í höfn í síðustu viku.
Bandarísk herskip í höfn í síðustu viku. Vísir/Vilhelm
Bandarísku herskipin New York og Gunston Hall fengu á sig brotsjó á leið undan Íslandsströndum eftir heræfingar NATO og þurftu að snúa aftur til hafnar í Sundahöfn.

Mbl.is greindi fyrst frá en Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Einhverjir skipverjanna urðu fyrir hnjaski en þeir voru ekki margir og meiðslin ekki alvarleg að því er Sveinn telur.

Skipin eru bæði komin til hafnar í Sundahöfn en óvíst er hvenær þau halda aftur frá landi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×