Harkaleg slagsmál Who-liða drógu gítarleikarann nærri til dauða Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2018 14:58 Roger Daltrey og Pete Townshend á sviði. Vísir/Getty Roger Daltrey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Who, rifjar upp slagsmál milli hans og gítarleikara sveitarinnar, Pete Townshend, í nýrri ævisögu sem nefnist, Thanks a Lot Mr. Kibblewhite. Daltrey segir frá því að hann hefði farið nærri því að verða Townshend að bana sem hafði sveiflað ellefu kíló þungum Les Paul-rafmagnsgítar framhjá höfði Daltrey. Þetta var árið 1973 þegar sveitin var að undirbúa sig fyrir Quadrophenia-tónleikatúrinn. Útgáfufyrirtæki þeirra, MCA, neyddi þá til að taka upp kynningarmyndband til að vekja athygli á túrnum. „Gerir það sem þér er fjandans sagt að gera“ Daltrey var ekki hrifinn af seinagangi kvikmyndagerðarmannanna. Honum fannst þeir vera að hafa dýrmætan tíma af meðlimum sveitarinnar sem hefðu getað nýtt hann í hljóðveri eða við æfingar. Hann lét óánægju sína í ljós sem varð til þess að Townshend missti stjórn á skapi sínu. „Þú gerir það sem þér er fjandans sagt að gera,“ á Townshend að hafa öskrað á Daltrey. Hann segir rótara sveitarinnar hafa stokkið til og haldið aftur af sér því þeir áttu að vera meðvitaðir um að Daltrey myndi gera út af við Townshend ef það kæmi til handalögmála.Roger Daltrey og Pete Townshend árið 1978.Vísir/GettyHélt að hann hefði drepið Townshend „Látið hann lausan. Ég drep þetta litla gerpi,“ hefur Daltrey eftir Townsend. Rótararnir slepptu Daltrey og upphófust þá slagsmál sem Townshend má þakka fyrir að hafa sloppið lifandi frá. „Áður en ég vissi af hafði hann sveiflað ellefu kílóa Les Paul gítar að mér. Hann fór rétt framhjá eyranu mínu og straukst við öxlina. Þessi sveifla var ansi nærri því að enda feril sveitarinnar. Ég hafði ekki svarað fyrir mig, en var að verða reiður. Hann kallaði mig lítið gerpi. Svo kom loksins að því, eftir að hafa verið friðarsinni í tíu ár, þegar hann hafði sveiflað hnefa í átt að mér, svaraði ég með upphandarhöggi beint í kjálkann.“ Daltrey segir Townshend hafa kastast aftur á bak og skollið með hnakkann í gólfið. „Ég hélt ég hefði drepið hann.“ Hélt í hönd hans í sjúkrabílnum Daltrey sat í sjúkrabílnum sem flutti Townshend á sjúkrahús og segist hafa haldið í höndina á honum allan tímann. Townshend höfuðkúpubrotnaði en þeir fengu þær fregnir á sjúkrahúsinu að hann myndi ná fullum bata. Daltrey segist hafa verið samviskubit allan tímann, þrátt fyrir að hann hefði einungis verið að svara fyrir sig. „Til allrar hamingju lifði hann af en alla tíð síðan hefur hann kennt mér um skallablettinn á höfði sínu. Ég held að hann trúi því enn að ég hafi verið sá sem stofnaði til slagsmálanna. Ég man þetta hins vegar svona.“ Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Roger Daltrey, söngvari bresku rokksveitarinnar The Who, rifjar upp slagsmál milli hans og gítarleikara sveitarinnar, Pete Townshend, í nýrri ævisögu sem nefnist, Thanks a Lot Mr. Kibblewhite. Daltrey segir frá því að hann hefði farið nærri því að verða Townshend að bana sem hafði sveiflað ellefu kíló þungum Les Paul-rafmagnsgítar framhjá höfði Daltrey. Þetta var árið 1973 þegar sveitin var að undirbúa sig fyrir Quadrophenia-tónleikatúrinn. Útgáfufyrirtæki þeirra, MCA, neyddi þá til að taka upp kynningarmyndband til að vekja athygli á túrnum. „Gerir það sem þér er fjandans sagt að gera“ Daltrey var ekki hrifinn af seinagangi kvikmyndagerðarmannanna. Honum fannst þeir vera að hafa dýrmætan tíma af meðlimum sveitarinnar sem hefðu getað nýtt hann í hljóðveri eða við æfingar. Hann lét óánægju sína í ljós sem varð til þess að Townshend missti stjórn á skapi sínu. „Þú gerir það sem þér er fjandans sagt að gera,“ á Townshend að hafa öskrað á Daltrey. Hann segir rótara sveitarinnar hafa stokkið til og haldið aftur af sér því þeir áttu að vera meðvitaðir um að Daltrey myndi gera út af við Townshend ef það kæmi til handalögmála.Roger Daltrey og Pete Townshend árið 1978.Vísir/GettyHélt að hann hefði drepið Townshend „Látið hann lausan. Ég drep þetta litla gerpi,“ hefur Daltrey eftir Townsend. Rótararnir slepptu Daltrey og upphófust þá slagsmál sem Townshend má þakka fyrir að hafa sloppið lifandi frá. „Áður en ég vissi af hafði hann sveiflað ellefu kílóa Les Paul gítar að mér. Hann fór rétt framhjá eyranu mínu og straukst við öxlina. Þessi sveifla var ansi nærri því að enda feril sveitarinnar. Ég hafði ekki svarað fyrir mig, en var að verða reiður. Hann kallaði mig lítið gerpi. Svo kom loksins að því, eftir að hafa verið friðarsinni í tíu ár, þegar hann hafði sveiflað hnefa í átt að mér, svaraði ég með upphandarhöggi beint í kjálkann.“ Daltrey segir Townshend hafa kastast aftur á bak og skollið með hnakkann í gólfið. „Ég hélt ég hefði drepið hann.“ Hélt í hönd hans í sjúkrabílnum Daltrey sat í sjúkrabílnum sem flutti Townshend á sjúkrahús og segist hafa haldið í höndina á honum allan tímann. Townshend höfuðkúpubrotnaði en þeir fengu þær fregnir á sjúkrahúsinu að hann myndi ná fullum bata. Daltrey segist hafa verið samviskubit allan tímann, þrátt fyrir að hann hefði einungis verið að svara fyrir sig. „Til allrar hamingju lifði hann af en alla tíð síðan hefur hann kennt mér um skallablettinn á höfði sínu. Ég held að hann trúi því enn að ég hafi verið sá sem stofnaði til slagsmálanna. Ég man þetta hins vegar svona.“
Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira