Suður-Súdan: Skref í rétta átt eftir friðarsamninga Heimsljós kynnir 23. október 2018 14:15 Kona heimsækir verkefni Rauða krossins í Suður-Súdan ætlað þolendum kynferðisofbeldis. Þorkell Þorkelsson Alþjóðráð Rauða krossins (ICRC) hefur staðfest að 24 einstaklingar sem voru í haldi vegna átakanna í Suður-Súdan hafi verið sleppt. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt eftir að friðarsamningur var undirritaður milli stríðandi fylkinga í september. Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur stutt dyggilega við starf Alþjóðaráðsins í Suður-Súdan síðustu árin til að bregðast við fjölþættum mannúðarvanda sem geisar þar í landi. Teymi á vegum Alþjóðaráðsins hafði aðkomu að því þegar einstaklingunum var sleppt með því að gæta þess að það væri gert með öruggum hætti og veita þeim síðan læknisfræðilega aðstoð eftir að þeir voru frjálsir. Meðal helstu verkefna Rauða krossins í Suður-Súdan er að auka fæðuöryggi, sameina fjölskyldur sem hafa orðið viðskila við ættingja sína og veita lífsbjargandi aðstoð með því að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Á myndinni má sjá konu sem heimsækir verkefni Rauða krossins í Suður-Súdan ætlað þolendum kynferðisofbeldis. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók myndina í vettvangsferð með Rauða krossinum fyrr á þessu ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent
Alþjóðráð Rauða krossins (ICRC) hefur staðfest að 24 einstaklingar sem voru í haldi vegna átakanna í Suður-Súdan hafi verið sleppt. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt eftir að friðarsamningur var undirritaður milli stríðandi fylkinga í september. Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur stutt dyggilega við starf Alþjóðaráðsins í Suður-Súdan síðustu árin til að bregðast við fjölþættum mannúðarvanda sem geisar þar í landi. Teymi á vegum Alþjóðaráðsins hafði aðkomu að því þegar einstaklingunum var sleppt með því að gæta þess að það væri gert með öruggum hætti og veita þeim síðan læknisfræðilega aðstoð eftir að þeir voru frjálsir. Meðal helstu verkefna Rauða krossins í Suður-Súdan er að auka fæðuöryggi, sameina fjölskyldur sem hafa orðið viðskila við ættingja sína og veita lífsbjargandi aðstoð með því að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Á myndinni má sjá konu sem heimsækir verkefni Rauða krossins í Suður-Súdan ætlað þolendum kynferðisofbeldis. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók myndina í vettvangsferð með Rauða krossinum fyrr á þessu ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent