Snillingar í að kjósa hvert annað Benedikt Bóas skrifar 23. október 2018 07:30 Þorbjörg er tilnefnd sem frumkvöðull ársins. Etur þar kappi við aðra frumkvöðla. Fréttablaðið/Anton Brink „Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Sjá meira
„Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Sjá meira