Snillingar í að kjósa hvert annað Benedikt Bóas skrifar 23. október 2018 07:30 Þorbjörg er tilnefnd sem frumkvöðull ársins. Etur þar kappi við aðra frumkvöðla. Fréttablaðið/Anton Brink „Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Biggi ekki lengur lögga Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Biggi ekki lengur lögga Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira