„Já, en amma?…?“ Ögmundur Jónasson skrifar 23. október 2018 07:00 Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Skoðun Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Sjá meira
Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar