Bandaríkjaforseti ítrekar hótanir gegn Mið-Ameríkuríkjum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 13:46 Förufólkið hefur farið fótgangandi frá Hondúras norður til Mexíkó. Það er sagt flýja blóðuga glæpaöldu og fátækt í heimalandinu. Vísir/EPA Hópur flóttafólks frá Mið-Ameríku sem stefnir á Bandaríkjunum heldur áfram að æsa upp Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta í morgun ítrekaði Trump fyrri hótanir sínar um að hætta fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins sem forsetinn telur valda „neyðarástandi“ í Bandaríkjunum. Fréttir af um þúsund manna hópi flóttafólks frá Hondúras á ferð norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó í átt að Bandaríkjunum urðu Trump tilefni til að hafa í hótunum við nágrannaríkin í síðustu viku. Forsetinn hótaði meðal annars að senda herinn að suðurlandamærunum og loka þeim jafnvel alveg til að koma í veg fyrir að hópurinn kæmi til landsins. Síðan þá hefur Trump ítrekað tíst og rætt um flóttafólkið. Trump hélt áfram að tísta um hópinn í morgun og úthrópa yfirvöld í Mexíkó og Miðameríkulöndunum fyrir að hefta ekki för hans. Kenndi hann demókrötum um að hópurinn stefni á Bandaríkin og fullyrti án nokkurs snefils af sönnunum að í hópnum leynist „Miðausturlendingar“. „Því miður þá lítur út fyrir að lögregla og her Mexíkó hafi ekki tekist að stöðva för hópsins að suðurlandamærum Bandaríkjanna. Ég hef látið landamæraeftirlitið og herinn vita af því að þetta er þjóðarneyðarástand,“ tísti forsetinn.Sadly, it looks like Mexico's Police and Military are unable to stop the Caravan heading to the Southern Border of the United States. Criminals and unknown Middle Easterners are mixed in. I have alerted Border Patrol and Military that this is a National Emergy. Must change laws!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Fullyrti hann að ríkisstjórn sín hæfist nú handa við að stöðva eða draga verulega úr fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins. AP-fréttastofan segir að Bandaríkjastjórn hafi veitt ríkjunum samanlagt um 500 milljónir dollara í fyrra. Embættismenn Hvíta hússins, landamæraeftirlitsins eða varnarmálaráðuneytisins, hafa ekki enn brugðist við fullyrðingum forsetans, að sögn AP og Reuters.Guatemala, Honduras and El Salvador were not able to do the job of stopping people from leaving their country and coming illegally to the U.S. We will now begin cutting off, or substantially reducing, the massive foreign aid routinely given to them.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Hópur flóttafólks frá Mið-Ameríku sem stefnir á Bandaríkjunum heldur áfram að æsa upp Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í röð tísta í morgun ítrekaði Trump fyrri hótanir sínar um að hætta fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins sem forsetinn telur valda „neyðarástandi“ í Bandaríkjunum. Fréttir af um þúsund manna hópi flóttafólks frá Hondúras á ferð norður eftir Mið-Ameríku og Mexíkó í átt að Bandaríkjunum urðu Trump tilefni til að hafa í hótunum við nágrannaríkin í síðustu viku. Forsetinn hótaði meðal annars að senda herinn að suðurlandamærunum og loka þeim jafnvel alveg til að koma í veg fyrir að hópurinn kæmi til landsins. Síðan þá hefur Trump ítrekað tíst og rætt um flóttafólkið. Trump hélt áfram að tísta um hópinn í morgun og úthrópa yfirvöld í Mexíkó og Miðameríkulöndunum fyrir að hefta ekki för hans. Kenndi hann demókrötum um að hópurinn stefni á Bandaríkin og fullyrti án nokkurs snefils af sönnunum að í hópnum leynist „Miðausturlendingar“. „Því miður þá lítur út fyrir að lögregla og her Mexíkó hafi ekki tekist að stöðva för hópsins að suðurlandamærum Bandaríkjanna. Ég hef látið landamæraeftirlitið og herinn vita af því að þetta er þjóðarneyðarástand,“ tísti forsetinn.Sadly, it looks like Mexico's Police and Military are unable to stop the Caravan heading to the Southern Border of the United States. Criminals and unknown Middle Easterners are mixed in. I have alerted Border Patrol and Military that this is a National Emergy. Must change laws!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018 Fullyrti hann að ríkisstjórn sín hæfist nú handa við að stöðva eða draga verulega úr fjárhagslegri aðstoð við Hondúras, Gvatemala og El Salvador vegna hópsins. AP-fréttastofan segir að Bandaríkjastjórn hafi veitt ríkjunum samanlagt um 500 milljónir dollara í fyrra. Embættismenn Hvíta hússins, landamæraeftirlitsins eða varnarmálaráðuneytisins, hafa ekki enn brugðist við fullyrðingum forsetans, að sögn AP og Reuters.Guatemala, Honduras and El Salvador were not able to do the job of stopping people from leaving their country and coming illegally to the U.S. We will now begin cutting off, or substantially reducing, the massive foreign aid routinely given to them.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2018
Bandaríkin Donald Trump Gvatemala Mexíkó Tengdar fréttir Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07 Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. 21. október 2018 19:07
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent