Hefur fengið nóg af fjölmiðlum sem bendla starfskonur við hann í rómantísku samhengi Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2018 13:54 Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira