Segir hagsmunasamtök stjórna landinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. október 2018 12:30 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu. Inga Sæland var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar talaði hún um vinnubrögð Alþingis og hlutverk þeirra sem þar sitja. En hún gagnrýnir að fólk sé þar ekki sett í fyrsta sæti og telur hagsmunasamtök á Íslandi í raun stjórna landinu, en hún segir lækkun veiðigjalda skýrt dæmi þess. „Þau eru hinir eiginlegu stjórnendur Íslands í dag. Það er svo stórt sem ég mun segja. Mér sýnist það birtast i því hvernig löggjöfin er slegin sundur og saman fyrir ákveðin hagsmunaöfl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá segir hún vinnubrögð Alþingismanna einkennast allt of oft af tilhliðrun í kerfinu og einhvers konar hagsmunagæslu einstaklinga. „Það eru einhvern vegin alls staðar leyndarmál. Það er verið að reyna að vera með alls konar tilhliðranir í kerfinu hingað og þangað. Inni í þinginu, á þann hátt að þú klórar mér og ég þér og það er bara einum of áberandi og ég verð að segja að útsýnið sem ég persónulega hef fengið inni á Alþingi Íslendinga, það er ótrúlegt útsýni, ég verð nú bara að segja það að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég get ekki farið nákvæmlega í það hvað maður var að sjá ákveðna aðila hlaupa oft á milli til að hringja og spyrja: „Megum við gera þetta, er þetta í lagi, er þetta óhætt,“ svo er komið til baka með einhverja málamiðlun eða breytingatillögu til baka,“ sagði Inga Sæland. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Sprengisand. Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu. Inga Sæland var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar talaði hún um vinnubrögð Alþingis og hlutverk þeirra sem þar sitja. En hún gagnrýnir að fólk sé þar ekki sett í fyrsta sæti og telur hagsmunasamtök á Íslandi í raun stjórna landinu, en hún segir lækkun veiðigjalda skýrt dæmi þess. „Þau eru hinir eiginlegu stjórnendur Íslands í dag. Það er svo stórt sem ég mun segja. Mér sýnist það birtast i því hvernig löggjöfin er slegin sundur og saman fyrir ákveðin hagsmunaöfl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá segir hún vinnubrögð Alþingismanna einkennast allt of oft af tilhliðrun í kerfinu og einhvers konar hagsmunagæslu einstaklinga. „Það eru einhvern vegin alls staðar leyndarmál. Það er verið að reyna að vera með alls konar tilhliðranir í kerfinu hingað og þangað. Inni í þinginu, á þann hátt að þú klórar mér og ég þér og það er bara einum of áberandi og ég verð að segja að útsýnið sem ég persónulega hef fengið inni á Alþingi Íslendinga, það er ótrúlegt útsýni, ég verð nú bara að segja það að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég get ekki farið nákvæmlega í það hvað maður var að sjá ákveðna aðila hlaupa oft á milli til að hringja og spyrja: „Megum við gera þetta, er þetta í lagi, er þetta óhætt,“ svo er komið til baka með einhverja málamiðlun eða breytingatillögu til baka,“ sagði Inga Sæland. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Sprengisand.
Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira