Stúlkurnar þrjár sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í gær eru komnar fram heilar á húfi að því er kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.
Lýst var eftir stúlkunum, sem eru á 16. aldursári, í gær eftir að ekkert hafði til þeirra spurst í um sólarhring. Lögregla þakkar veittar upplýsingar og ábendingar í tengslum við málið.
