Bifreið var ekið á inngang verslunarinnar Seljakjör við Seljabraut í Breiðholti á tólfta tímanum í kvöld.
Tildrög óhappsins eru óljós og ekki liggur fyrir hvort einhver hafi slasast. Til allrar mildi var verslunin lokuð þegar atvikið átti sér stað og því enginn umgangur um innganginn.
Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á versluninni. Einnig urðu töluverðar skemmdir á bílnum sem var dreginn af vettvangi með kranabifreið.
Verktakar voru svo fengnir til þess að loka innganginum.
Ók á Seljakjör
Jóhann K. Jóhannsson skrifar

Mest lesið



Mun sjá eftir árásinni alla ævi
Innlent





Málið áfall fyrir embættið
Innlent


Frekari breytingar í Valhöll
Innlent