Ný byggð rís yst á Kársnesi Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 11:00 Mynd sem sýnir fyrirhugaða byggð yst á Kársnesinu. Aðsend Ný byggð mun rísa við sjávarsíðuna yst á Kársnesi í Kópavogi. Skipulagi og hönnun svæða er að mestu lokið og framkvæmdir hafnar á stórum hluta. Stefnt er að því að þessi nýja byggð muni rísa á næstu fimm árum. Sala á fyrstu íbúðum hefst á næstu dögum en alls er gert ráð fyrir um 700 íbúðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri fjárfestingu. Lóðirnar, þar sem ný hús eru nú í byggingu, eru flestar við göturnar Hafnarbraut, Vesturvör, Bakkabraut og Bryggjuvör á Kársnesi. Auk þess verða nokkrar nýjar götur lagðar á svæðinu sem munu þjóna aðkomu að nýjum húsum. Á sama tíma munu eldri iðnaðarhús á svæðinu verða rifin í samræmi við aðalskipulag sem gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. „Þetta nýja hverfi verður spennandi kostur og skemmtileg viðbót á markaðnum. Um er að ræða uppbyggingu í grónu hverfi þar sem hægt er að sækja nánast alla þjónustu í næsta nágrenni ásamt því að stutt er í nýjan Kársnesskóla og fjölgun leikskóla. Íbúðirnar sem munu rísa á svæðinu eru af ýmsum stærðum. Mikil áhersla er lögð á íbúðir sem eru vel skipulagðar, þ.e. góða nýtingu fermetra og fleiri herbergi. Þetta mun verða fallegt hverfi á einum besta stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með nálægð við sjóinn og smábátahöfnina. Auk þess er stutt í útivist með fjölda hjóla-, hlaupa- og göngustíga sem liggja allt um kring í hverfinu,“ segir Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu, sem heldur utan verkefnið fyrir hönd lóðareigenda. „Þetta er ákaflega spennandi og metnaðarfull uppbygging í grónu og fallegu hverfi í Kópavogi sem við höfum unnið í góðu samstarfi við íbúa. Kópavogsbær leggur mikinn metnað í þetta svæði, bæði hvað varðar skipulag á lóðum sem aðrir eru að byggja upp, og á opnum svæðum sem Kópavogsbær mun byggja upp við höfnina. Þá mun nýja brúin yfir Fossvog bæta tengingar og samgöngur á svæðinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Einar segir að mjög góð samvinna hafi verið milli lóðareigenda, byggingaraðila og Kópavogsbæjar um uppbyggingu á nýja svæðinu. Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu.Aðsend„Heildarmyndin er að skýrast og verið er að skipuleggja síðustu lóðirnar á svæðinu. Það er lögð mikil áhersla á að þessi nýja byggð muni rísa öll í einni lotu á næstu fimm árum. Þar sem verið er að gæða gamalt hverfi nýju lífi með fjölbreytti íbúðabyggð er nú unnið að hreinsun ákveðinna lóða þar sem eldri atvinnuhús munu víkja, breikkun göngustíga og breytingu á götum til að aðlaga hverfið að stækkun byggðar. Þessar aðgerðir munu hafa áhrif á umferð til hins betra og með tilkomu brúarinnar yfir Fossvoginn munu almenningssamgöngur og umferð fyrir gangandi og hjólandi stórbatna og stytta leið yfir á háskólasvæðið og miðbæ Reykjavíkur.“ segir Einar ennfremur. Skipulag Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ný byggð mun rísa við sjávarsíðuna yst á Kársnesi í Kópavogi. Skipulagi og hönnun svæða er að mestu lokið og framkvæmdir hafnar á stórum hluta. Stefnt er að því að þessi nýja byggð muni rísa á næstu fimm árum. Sala á fyrstu íbúðum hefst á næstu dögum en alls er gert ráð fyrir um 700 íbúðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri fjárfestingu. Lóðirnar, þar sem ný hús eru nú í byggingu, eru flestar við göturnar Hafnarbraut, Vesturvör, Bakkabraut og Bryggjuvör á Kársnesi. Auk þess verða nokkrar nýjar götur lagðar á svæðinu sem munu þjóna aðkomu að nýjum húsum. Á sama tíma munu eldri iðnaðarhús á svæðinu verða rifin í samræmi við aðalskipulag sem gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. „Þetta nýja hverfi verður spennandi kostur og skemmtileg viðbót á markaðnum. Um er að ræða uppbyggingu í grónu hverfi þar sem hægt er að sækja nánast alla þjónustu í næsta nágrenni ásamt því að stutt er í nýjan Kársnesskóla og fjölgun leikskóla. Íbúðirnar sem munu rísa á svæðinu eru af ýmsum stærðum. Mikil áhersla er lögð á íbúðir sem eru vel skipulagðar, þ.e. góða nýtingu fermetra og fleiri herbergi. Þetta mun verða fallegt hverfi á einum besta stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með nálægð við sjóinn og smábátahöfnina. Auk þess er stutt í útivist með fjölda hjóla-, hlaupa- og göngustíga sem liggja allt um kring í hverfinu,“ segir Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu, sem heldur utan verkefnið fyrir hönd lóðareigenda. „Þetta er ákaflega spennandi og metnaðarfull uppbygging í grónu og fallegu hverfi í Kópavogi sem við höfum unnið í góðu samstarfi við íbúa. Kópavogsbær leggur mikinn metnað í þetta svæði, bæði hvað varðar skipulag á lóðum sem aðrir eru að byggja upp, og á opnum svæðum sem Kópavogsbær mun byggja upp við höfnina. Þá mun nýja brúin yfir Fossvog bæta tengingar og samgöngur á svæðinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Einar segir að mjög góð samvinna hafi verið milli lóðareigenda, byggingaraðila og Kópavogsbæjar um uppbyggingu á nýja svæðinu. Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu.Aðsend„Heildarmyndin er að skýrast og verið er að skipuleggja síðustu lóðirnar á svæðinu. Það er lögð mikil áhersla á að þessi nýja byggð muni rísa öll í einni lotu á næstu fimm árum. Þar sem verið er að gæða gamalt hverfi nýju lífi með fjölbreytti íbúðabyggð er nú unnið að hreinsun ákveðinna lóða þar sem eldri atvinnuhús munu víkja, breikkun göngustíga og breytingu á götum til að aðlaga hverfið að stækkun byggðar. Þessar aðgerðir munu hafa áhrif á umferð til hins betra og með tilkomu brúarinnar yfir Fossvoginn munu almenningssamgöngur og umferð fyrir gangandi og hjólandi stórbatna og stytta leið yfir á háskólasvæðið og miðbæ Reykjavíkur.“ segir Einar ennfremur.
Skipulag Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira