Íslenskan loks orðin að opinberu tungumáli Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 23:52 Frá þingi Norðurlandaráðs í Ósló. Mynd/Johannes Jansson/Norden Norðurlandaráð staðfesti í dag að opinber tungumál ráðsins skulu verða fimm. Íslenskan og finnska munu þar með bætast í hóp dönsku, norsku og sænsku. Í frétt á vef Norðurlandaráðs segir að ákvörðunin sé stefnumarkandi og byggð á margra ára umræðum sem oft á tíðum hafi verið nokkuð krefjandi. Breytingarnar munu taka gildi árið 2020. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið síðustu daga og lýkur á morgun, fimmtudag. Fulltrúar Íslands og Finnlands í Norðurlandaráði hafa síðustu árin talað fyrir breytingunni þannig að allir þingmenn skuli eiga þess kost að tjá á sínu eigin tungumáli, bæði í ræðu og riti. „Í gildandi starfsreglum frá árinu 2012 eru öll tungumálin skilgreind sem jafngild en finnsku og íslensku þingmönnunum hefur ekki þótt staðan vera réttlát. Ákvörðun dagsins um að veita öllum tungumálunum opinbera stöðu gerir að verkum að endurskrifa þarf starfsreglurnar,“ segir í fréttinni.Mikilvæg gögn hafa verið þýdd Túlkun á og úr finnsku og íslensku hefur þegar verið skipulögð eftir þörfum á öllum fundum ráðsins þar sem mikilvæg gögn hafa verið þýdd yfir á finnsku og íslensku. „Þörfin fyrir túlkun hefur aukist verulega undanfarin ár og hefur haft í för með sér stigvaxandi kostnað. Í ákvörðun ráðsins kemur fram að greina verður betur kostnaðarlegar afleiðingar breytinganna sem gerir að verkum að þær geta ekki tekið gildi fyrr en í ársbyrjun 2020. Meðal þess sem kannað verður í undirbúningnum er hvort unnt væri að taka upp fjartúlkun í framtíðinni og ná þannig niður kostnaði,“ segir í fréttinni.Danska, norska og sænska áfram vinnutungumáliðVinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs munu verða áfram danska, norska og sænska en ráðið staðfesti að alltaf verði að vera fyrir hendi starfsfólk á skrifstofunni sem býr einnig yfir staðgóðri þekkingu á íslensku og finnsku. Haft er eftir Michael Tetzschner, forseta Norðurlandaráðs, að hann sé ánægður með samkomulagið þó að hann hafi áhyggjur af kostnaðarhliðinni. „Við verðum að gæta okkar á því að ekki fari svo að kostnaðurinn aukist svo mikið að við sjáum okkur knúin til þess að fara yfir í ensku,“ segir Tetzschner. Íslenska á tækniöld Norðurlönd Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Norðurlandaráð staðfesti í dag að opinber tungumál ráðsins skulu verða fimm. Íslenskan og finnska munu þar með bætast í hóp dönsku, norsku og sænsku. Í frétt á vef Norðurlandaráðs segir að ákvörðunin sé stefnumarkandi og byggð á margra ára umræðum sem oft á tíðum hafi verið nokkuð krefjandi. Breytingarnar munu taka gildi árið 2020. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið síðustu daga og lýkur á morgun, fimmtudag. Fulltrúar Íslands og Finnlands í Norðurlandaráði hafa síðustu árin talað fyrir breytingunni þannig að allir þingmenn skuli eiga þess kost að tjá á sínu eigin tungumáli, bæði í ræðu og riti. „Í gildandi starfsreglum frá árinu 2012 eru öll tungumálin skilgreind sem jafngild en finnsku og íslensku þingmönnunum hefur ekki þótt staðan vera réttlát. Ákvörðun dagsins um að veita öllum tungumálunum opinbera stöðu gerir að verkum að endurskrifa þarf starfsreglurnar,“ segir í fréttinni.Mikilvæg gögn hafa verið þýdd Túlkun á og úr finnsku og íslensku hefur þegar verið skipulögð eftir þörfum á öllum fundum ráðsins þar sem mikilvæg gögn hafa verið þýdd yfir á finnsku og íslensku. „Þörfin fyrir túlkun hefur aukist verulega undanfarin ár og hefur haft í för með sér stigvaxandi kostnað. Í ákvörðun ráðsins kemur fram að greina verður betur kostnaðarlegar afleiðingar breytinganna sem gerir að verkum að þær geta ekki tekið gildi fyrr en í ársbyrjun 2020. Meðal þess sem kannað verður í undirbúningnum er hvort unnt væri að taka upp fjartúlkun í framtíðinni og ná þannig niður kostnaði,“ segir í fréttinni.Danska, norska og sænska áfram vinnutungumáliðVinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs munu verða áfram danska, norska og sænska en ráðið staðfesti að alltaf verði að vera fyrir hendi starfsfólk á skrifstofunni sem býr einnig yfir staðgóðri þekkingu á íslensku og finnsku. Haft er eftir Michael Tetzschner, forseta Norðurlandaráðs, að hann sé ánægður með samkomulagið þó að hann hafi áhyggjur af kostnaðarhliðinni. „Við verðum að gæta okkar á því að ekki fari svo að kostnaðurinn aukist svo mikið að við sjáum okkur knúin til þess að fara yfir í ensku,“ segir Tetzschner.
Íslenska á tækniöld Norðurlönd Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04
Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent