Kepler-geimsjónaukinn loks allur Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2018 22:38 Enn gætu þúsundir fjarreikistjörnur fundist í athugunum Kepler-sjónaukans sem er þegar afkastamesti könnuður þeirra. Vísir/EPA Níu ára leiðangri Kepler-geimsjónaukans lýkur formlega á næstu tveimur vikum eftir að hann kláraði eldsneyti sitt. Leiðangurinn er ein sá árangursríkasti í sögu geimkönnunar mannkynsins. Sjónaukinn hefur fundið stærsta hluta þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem menn þekkja og þúsundir til viðbótar gætu enn fundist í athugunum Kepler. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í gær að eldsneyti Kepler væri loks á þrotum. Sjónaukinn verði tekinn úr notkun á næstu vikunni eða tveimur, að því er kemur fram í frétt Space.com. Kepler var skotið á loft í mars árið 2009 en markmið hans var að leita að reikistjörnum á braut um fjarlægar stjörnur í Vetrarbrautinni. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjú og hálft ár. Hann var hins vegar ítrekað framlengdur, jafnvel eftir að bilun kom upp í tveimur jafnvægishjólum sjónaukans sem notuð voru til að beina honum og halda stöðugum árin 2012 og 2013. Verkfræðingar fundu hins vegar hugvitsamlega lausn þar sem þeir notuðu þrýsting sólarljóss til þess að halda sjónaukanum stöðugum og lengja líf hans. Á þessu seinna skeiði sínu uppgötvaði Kepler þúsundir reikistjarna til viðbótar.Staðfesti trú vísindamanna á aðra heima Eins og stendur hafa 70% af þeim 3.800 fjarreikistjörnum sem stjörnufræðingar hafa staðfesta vitneskju um fundist með athugunum Kepler, alls 2.681. Enn bíða 2.900 mögulegar fjarreikistjörnur sem Kepler fann staðfestingar. Kepler notaði svonefnda þvergönguaðferð til að koma auga á fjarreikistjörnurnar. Sjónaukanum var beint að stóru svæði á næturhimninum og leitaði að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem gætu hafa verið merki um að reikistjarna hafi gengið á milli stjörnunnar og jarðarinnar.Athuganir Kepler leiddu í ljós að Vetrarbrautin er stútfull af reikistjörnum. Margar þeirra líkjast jörðinni eins og Kepler 186f. Svona ímyndar teiknari NASA sér reikistjörnuna sem er með svipaðan radíus og jörðin.Vísir/EPAÞannig hefur Kepler veitt mönnum skýrari sýn á hvernig Vetrarbrautin er uppbyggð. Athuganir sjónaukans benda til þess að reikistjörnur séu mun fleiri en sólstjörnur, allt að fjögur hundruð milljónir, og að reikistjörnur sem líkjast jörðinni sé algengar. Þessi fjarlægju sólkerfi eru ennfremur mun fjölbreyttari en vísindamenn óraði fyrir. Charlie Sobeck, aðalverkfræðingur Kepler-leiðangursins, segir við Washington Post að hann hafi alltaf haft trú á að fjölda reikistjarna væri að finna í Vetrarbrautinni. Kepler hafi fært vissu fyrir þeirri trú. „Kepler sýndi mér að að það eru virkilega til reikistjörnur af öllum tegundum. Sú þekking er svo ólík trú,“ segir Sobeck.Arftakinn á að finna þúsundir reikistjarna til viðbótar Örlög Kepler verða kaldrannaleg, bókstaflega. Sjónaukinn er um 151 milljón kílómetra á eftir jörðinni á braut hennar um sólina og heldur sömu braut um fyrirsjáanlega framtíð. Til samanburðar er tunglið um 384.000 kílómetra frá jörðinni. Geimfarið mun svo reika um í nístingskulda geimsins um ókomna framtíð. „Þetta var litla geimfarið sem gat. Það gerði alltaf það sem við báðum það um og stundum meira til,“ segir Jessie Dotson, einn vísindamannanna sem störfuðu við leiðangurinn. Miklar væntingar eru gerðar til arftaka Keplers, TESS-geimfarsins (Transiting Exoplanet Survey Satellite) sem NASA skaut á loft í vor. Vonir standa til að það gæti fundið allt að tíu þúsund fjarreikistjörnur í Vetrarbrautinni. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Eldsneytisbirgðirnar eru nærri því á þrotum en Kepler-geimsjónaukinn heldur samt ótrauður áfram að leita að fjarreikistjörnum. 5. september 2018 23:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Níu ára leiðangri Kepler-geimsjónaukans lýkur formlega á næstu tveimur vikum eftir að hann kláraði eldsneyti sitt. Leiðangurinn er ein sá árangursríkasti í sögu geimkönnunar mannkynsins. Sjónaukinn hefur fundið stærsta hluta þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem menn þekkja og þúsundir til viðbótar gætu enn fundist í athugunum Kepler. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í gær að eldsneyti Kepler væri loks á þrotum. Sjónaukinn verði tekinn úr notkun á næstu vikunni eða tveimur, að því er kemur fram í frétt Space.com. Kepler var skotið á loft í mars árið 2009 en markmið hans var að leita að reikistjörnum á braut um fjarlægar stjörnur í Vetrarbrautinni. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjú og hálft ár. Hann var hins vegar ítrekað framlengdur, jafnvel eftir að bilun kom upp í tveimur jafnvægishjólum sjónaukans sem notuð voru til að beina honum og halda stöðugum árin 2012 og 2013. Verkfræðingar fundu hins vegar hugvitsamlega lausn þar sem þeir notuðu þrýsting sólarljóss til þess að halda sjónaukanum stöðugum og lengja líf hans. Á þessu seinna skeiði sínu uppgötvaði Kepler þúsundir reikistjarna til viðbótar.Staðfesti trú vísindamanna á aðra heima Eins og stendur hafa 70% af þeim 3.800 fjarreikistjörnum sem stjörnufræðingar hafa staðfesta vitneskju um fundist með athugunum Kepler, alls 2.681. Enn bíða 2.900 mögulegar fjarreikistjörnur sem Kepler fann staðfestingar. Kepler notaði svonefnda þvergönguaðferð til að koma auga á fjarreikistjörnurnar. Sjónaukanum var beint að stóru svæði á næturhimninum og leitaði að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem gætu hafa verið merki um að reikistjarna hafi gengið á milli stjörnunnar og jarðarinnar.Athuganir Kepler leiddu í ljós að Vetrarbrautin er stútfull af reikistjörnum. Margar þeirra líkjast jörðinni eins og Kepler 186f. Svona ímyndar teiknari NASA sér reikistjörnuna sem er með svipaðan radíus og jörðin.Vísir/EPAÞannig hefur Kepler veitt mönnum skýrari sýn á hvernig Vetrarbrautin er uppbyggð. Athuganir sjónaukans benda til þess að reikistjörnur séu mun fleiri en sólstjörnur, allt að fjögur hundruð milljónir, og að reikistjörnur sem líkjast jörðinni sé algengar. Þessi fjarlægju sólkerfi eru ennfremur mun fjölbreyttari en vísindamenn óraði fyrir. Charlie Sobeck, aðalverkfræðingur Kepler-leiðangursins, segir við Washington Post að hann hafi alltaf haft trú á að fjölda reikistjarna væri að finna í Vetrarbrautinni. Kepler hafi fært vissu fyrir þeirri trú. „Kepler sýndi mér að að það eru virkilega til reikistjörnur af öllum tegundum. Sú þekking er svo ólík trú,“ segir Sobeck.Arftakinn á að finna þúsundir reikistjarna til viðbótar Örlög Kepler verða kaldrannaleg, bókstaflega. Sjónaukinn er um 151 milljón kílómetra á eftir jörðinni á braut hennar um sólina og heldur sömu braut um fyrirsjáanlega framtíð. Til samanburðar er tunglið um 384.000 kílómetra frá jörðinni. Geimfarið mun svo reika um í nístingskulda geimsins um ókomna framtíð. „Þetta var litla geimfarið sem gat. Það gerði alltaf það sem við báðum það um og stundum meira til,“ segir Jessie Dotson, einn vísindamannanna sem störfuðu við leiðangurinn. Miklar væntingar eru gerðar til arftaka Keplers, TESS-geimfarsins (Transiting Exoplanet Survey Satellite) sem NASA skaut á loft í vor. Vonir standa til að það gæti fundið allt að tíu þúsund fjarreikistjörnur í Vetrarbrautinni.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Eldsneytisbirgðirnar eru nærri því á þrotum en Kepler-geimsjónaukinn heldur samt ótrauður áfram að leita að fjarreikistjörnum. 5. september 2018 23:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15
Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Eldsneytisbirgðirnar eru nærri því á þrotum en Kepler-geimsjónaukinn heldur samt ótrauður áfram að leita að fjarreikistjörnum. 5. september 2018 23:36