Viðskipti innlent

Marel á markað í Evrópu

Kjartan Kjartansson skrifar
Marel verður skráð á markað í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London.
Marel verður skráð á markað í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Vísir/EPA
Tekjur Marels námu 282 milljónum evra á þriðja ársfjórðingi þess árs og stjórnendur þess stefna á að skrá hlutabréf fyrirtækisins í alþjóðlegri kauphöll á næstunni. Í afkomutilkynningu Marels kemur fram að félagið verði skráð í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London.

Hagnaður fyrirtækisins nam 26,7 milljónum evra á ársfjórðinginum og námu tekjur fyrir vexti og skatta fjörutíu milljónum evra. Tekjuaukning á milli ára nam 14%. Á fyrstu níu mánuðum ársins var tekjuvöxturinn 17% og EBIT-framlegð 14,6%.

Í tilkynningunni segir að áformin um alþjóðlega skráningu gangi eftir áætlun. Valkostirnir hafi verið þrengdir niður í evrópsku kauphallirnar þrjár. Nú sé stefnt að tvíhliða skráningu þar sem hlutabréf Marels yrðu skráð í eina þeirra til viðbótar við núverandi skráningu í íslensku kauphöllinni.

Í tenglsum við þessi áform ætlar stjórn félagsins að óska eftir heimild hluthafa til að hækka heildarhlutafé félagsins um allt að 15% á aðalfundi þess á næsta ári






Fleiri fréttir

Sjá meira


×