Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez er á láni hjá Bayern Munchen frá Real Madrid og hefur verið það síðan sumarið 2017. Lánssamningurinn fellur úr gildi næsta sumar en ljóst er að þessi 27 ára gamli leikmaður þarf ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni.
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hafa forráðamenn Bayern gert upp hug sinn og vilja kaupa James frá Real Madrid næsta sumar.
Þeir eru þó ekki einir um hituna því vitað er af áhuga frá Englandi og Juventus. Bæjarar hafa hins vegar töluvert forskot á önnur lið þar sem þeir geta virkjað ákvæði í lánssamningnum við Real sem gerir þeim kleift að kaupa kappann fyrir 42 milljónir evra.
James hefur leikið 49 leiki fyrir Bayern og skorað í þeim ellefu mörk en þessi markahæsti leikmaður HM 2014 hefur einnig leikið fyrir Porto og Monaco í Evrópu.
Bæjarar vilja halda James Rodriguez
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

