Þekkir þú einhvern Sigurberg? Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. október 2018 11:00 Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar