Hagsmunir hluthafa í öndvegi Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Fréttir af afsögn tveggja stjórnarmanna í VÍS í síðustu viku komu flestum á óvart. Frá því stjórnin var skipuð á aðalfundi í mars árið 2017 höfðu stjórnarmenn náð vel saman og verið samstíga í stefnumarkandi ákvörðunum. Samhliða hefur félagið náð góðum árangri og allar lykiltölur í rekstrinum hafa þróast á jákvæðan hátt. Þann 1. júní síðastliðinn ákvað ég að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, vegna rannsóknar á viðskiptum með eignarhluti í Skeljungi og olíufélaginu Magn í Færeyjum. Upphaflega stóð til að Valdimar Svavarsson yrði kjörinn nýr formaður stjórnar, en að tillögu Helgu Hlínar Hákonardóttur var ákveðið að hún, sem varaformaður félagsins, tæki tímabundið að sér verkefni formanns. Enginn var kjörinn varaformaður í hennar stað, enda var öllum ljóst að ráðstöfunin væri til bráðabirgða, þar til framgangur ofangreindrar rannsóknar yrði ljós. Nú virðist ljóst að rannsóknin muni dragast á langinn og því var óhjákvæmilegt að stjórn VÍS skipti formlega og varanlega með sér verkum. Slík skylda hvílir á öllum stjórnum og ef ekki er einhugur um verkaskiptingu er lýðræðisleg niðurstaða fengin með kosningu. Að öllu jöfnu eru særindi sem kunna að skapast við þær aðstæður lögð til hliðar, stjórnarmenn taka höndum saman og setja hagsmuni hluthafa í öndvegi. Á undanförnum vikum hafa ýmsir hagaðilar VÍS hvatt mig til að taka aftur við stjórnarformennskunni. Að vel athuguðu máli taldi ég það ótímabært og því lagði meirihluti stjórnar til að Valdimar Svavarsson yrði stjórnarformaður og Helga Hlín áfram varaformaður. Því hafnaði hún, þótti að sér vegið og hótaði afsögn ef það yrði niðurstaðan. Það sama gerði Jón Sigurðsson. Hótanirnar komu á óvart, enda hafði samstarfið í stjórninni verið gott og rík áhersla verið lögð á góða stjórnarhætti. Tilraunir til að fá sitt fram með hótunum um afsögn rúmast ekki innan góðra stjórnarhátta og því bjóst ég við að allir stjórnarmenn myndu sætta sig við niðurstöðuna úr lýðræðislegu kjöri. Raunin varð önnur. Það er eftirsjá að Helgu Hlín og Jóni, en félagið býr að öflugum varamönnum sem taka nú sæti í stjórninni og fylla skarðið sem þau skilja eftir sig. Ég er sannfærð um að stjórnin muni áfram vinna markvisst að hagsmunum félagsins, en ekki láta aðra hagsmuni eða stolt ráða för. Stjórnin er samstíga í að styrkja grunnstoðirnar í rekstrinum, gera tryggingareksturinn sjálfbæran, bæta þjónustuna við viðskiptavini og fjárfesta skynsamlega. Níu mánaða uppgjör félagsins, sem kynnt var í síðustu viku, sýnir svart á hvítu þann árangur sem náðst hefur í grunnrekstrinum. Tólf mánaða samsett hlutfall hefur verið undir 100 prósentum síðan í byrjun árs 2017 sem er viðsnúningur frá árunum tveimur þar á undan þegar tólf mánaða samsetta hlutfallið var yfir 100 prósentum. Við höfum lagt á það áherslu að í vel reknu tryggingafélagi verði tryggingareksturinn að standa undir sér. Það verður áfram grundvallarmarkmið og árangurinn það sem af er ári gefur góð fyrirheit um næstu misseri. Við njótum mikils stuðnings hluthafa á þeirri vegferð, en furðu mikillar fyrirstöðu frá aðilum sem engra hagsmuna eiga að gæta hjá félaginu. Kannski er það til marks um að við séum á réttri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fréttir af afsögn tveggja stjórnarmanna í VÍS í síðustu viku komu flestum á óvart. Frá því stjórnin var skipuð á aðalfundi í mars árið 2017 höfðu stjórnarmenn náð vel saman og verið samstíga í stefnumarkandi ákvörðunum. Samhliða hefur félagið náð góðum árangri og allar lykiltölur í rekstrinum hafa þróast á jákvæðan hátt. Þann 1. júní síðastliðinn ákvað ég að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, vegna rannsóknar á viðskiptum með eignarhluti í Skeljungi og olíufélaginu Magn í Færeyjum. Upphaflega stóð til að Valdimar Svavarsson yrði kjörinn nýr formaður stjórnar, en að tillögu Helgu Hlínar Hákonardóttur var ákveðið að hún, sem varaformaður félagsins, tæki tímabundið að sér verkefni formanns. Enginn var kjörinn varaformaður í hennar stað, enda var öllum ljóst að ráðstöfunin væri til bráðabirgða, þar til framgangur ofangreindrar rannsóknar yrði ljós. Nú virðist ljóst að rannsóknin muni dragast á langinn og því var óhjákvæmilegt að stjórn VÍS skipti formlega og varanlega með sér verkum. Slík skylda hvílir á öllum stjórnum og ef ekki er einhugur um verkaskiptingu er lýðræðisleg niðurstaða fengin með kosningu. Að öllu jöfnu eru særindi sem kunna að skapast við þær aðstæður lögð til hliðar, stjórnarmenn taka höndum saman og setja hagsmuni hluthafa í öndvegi. Á undanförnum vikum hafa ýmsir hagaðilar VÍS hvatt mig til að taka aftur við stjórnarformennskunni. Að vel athuguðu máli taldi ég það ótímabært og því lagði meirihluti stjórnar til að Valdimar Svavarsson yrði stjórnarformaður og Helga Hlín áfram varaformaður. Því hafnaði hún, þótti að sér vegið og hótaði afsögn ef það yrði niðurstaðan. Það sama gerði Jón Sigurðsson. Hótanirnar komu á óvart, enda hafði samstarfið í stjórninni verið gott og rík áhersla verið lögð á góða stjórnarhætti. Tilraunir til að fá sitt fram með hótunum um afsögn rúmast ekki innan góðra stjórnarhátta og því bjóst ég við að allir stjórnarmenn myndu sætta sig við niðurstöðuna úr lýðræðislegu kjöri. Raunin varð önnur. Það er eftirsjá að Helgu Hlín og Jóni, en félagið býr að öflugum varamönnum sem taka nú sæti í stjórninni og fylla skarðið sem þau skilja eftir sig. Ég er sannfærð um að stjórnin muni áfram vinna markvisst að hagsmunum félagsins, en ekki láta aðra hagsmuni eða stolt ráða för. Stjórnin er samstíga í að styrkja grunnstoðirnar í rekstrinum, gera tryggingareksturinn sjálfbæran, bæta þjónustuna við viðskiptavini og fjárfesta skynsamlega. Níu mánaða uppgjör félagsins, sem kynnt var í síðustu viku, sýnir svart á hvítu þann árangur sem náðst hefur í grunnrekstrinum. Tólf mánaða samsett hlutfall hefur verið undir 100 prósentum síðan í byrjun árs 2017 sem er viðsnúningur frá árunum tveimur þar á undan þegar tólf mánaða samsetta hlutfallið var yfir 100 prósentum. Við höfum lagt á það áherslu að í vel reknu tryggingafélagi verði tryggingareksturinn að standa undir sér. Það verður áfram grundvallarmarkmið og árangurinn það sem af er ári gefur góð fyrirheit um næstu misseri. Við njótum mikils stuðnings hluthafa á þeirri vegferð, en furðu mikillar fyrirstöðu frá aðilum sem engra hagsmuna eiga að gæta hjá félaginu. Kannski er það til marks um að við séum á réttri leið.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun