Hagsmunir hluthafa í öndvegi Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Fréttir af afsögn tveggja stjórnarmanna í VÍS í síðustu viku komu flestum á óvart. Frá því stjórnin var skipuð á aðalfundi í mars árið 2017 höfðu stjórnarmenn náð vel saman og verið samstíga í stefnumarkandi ákvörðunum. Samhliða hefur félagið náð góðum árangri og allar lykiltölur í rekstrinum hafa þróast á jákvæðan hátt. Þann 1. júní síðastliðinn ákvað ég að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, vegna rannsóknar á viðskiptum með eignarhluti í Skeljungi og olíufélaginu Magn í Færeyjum. Upphaflega stóð til að Valdimar Svavarsson yrði kjörinn nýr formaður stjórnar, en að tillögu Helgu Hlínar Hákonardóttur var ákveðið að hún, sem varaformaður félagsins, tæki tímabundið að sér verkefni formanns. Enginn var kjörinn varaformaður í hennar stað, enda var öllum ljóst að ráðstöfunin væri til bráðabirgða, þar til framgangur ofangreindrar rannsóknar yrði ljós. Nú virðist ljóst að rannsóknin muni dragast á langinn og því var óhjákvæmilegt að stjórn VÍS skipti formlega og varanlega með sér verkum. Slík skylda hvílir á öllum stjórnum og ef ekki er einhugur um verkaskiptingu er lýðræðisleg niðurstaða fengin með kosningu. Að öllu jöfnu eru særindi sem kunna að skapast við þær aðstæður lögð til hliðar, stjórnarmenn taka höndum saman og setja hagsmuni hluthafa í öndvegi. Á undanförnum vikum hafa ýmsir hagaðilar VÍS hvatt mig til að taka aftur við stjórnarformennskunni. Að vel athuguðu máli taldi ég það ótímabært og því lagði meirihluti stjórnar til að Valdimar Svavarsson yrði stjórnarformaður og Helga Hlín áfram varaformaður. Því hafnaði hún, þótti að sér vegið og hótaði afsögn ef það yrði niðurstaðan. Það sama gerði Jón Sigurðsson. Hótanirnar komu á óvart, enda hafði samstarfið í stjórninni verið gott og rík áhersla verið lögð á góða stjórnarhætti. Tilraunir til að fá sitt fram með hótunum um afsögn rúmast ekki innan góðra stjórnarhátta og því bjóst ég við að allir stjórnarmenn myndu sætta sig við niðurstöðuna úr lýðræðislegu kjöri. Raunin varð önnur. Það er eftirsjá að Helgu Hlín og Jóni, en félagið býr að öflugum varamönnum sem taka nú sæti í stjórninni og fylla skarðið sem þau skilja eftir sig. Ég er sannfærð um að stjórnin muni áfram vinna markvisst að hagsmunum félagsins, en ekki láta aðra hagsmuni eða stolt ráða för. Stjórnin er samstíga í að styrkja grunnstoðirnar í rekstrinum, gera tryggingareksturinn sjálfbæran, bæta þjónustuna við viðskiptavini og fjárfesta skynsamlega. Níu mánaða uppgjör félagsins, sem kynnt var í síðustu viku, sýnir svart á hvítu þann árangur sem náðst hefur í grunnrekstrinum. Tólf mánaða samsett hlutfall hefur verið undir 100 prósentum síðan í byrjun árs 2017 sem er viðsnúningur frá árunum tveimur þar á undan þegar tólf mánaða samsetta hlutfallið var yfir 100 prósentum. Við höfum lagt á það áherslu að í vel reknu tryggingafélagi verði tryggingareksturinn að standa undir sér. Það verður áfram grundvallarmarkmið og árangurinn það sem af er ári gefur góð fyrirheit um næstu misseri. Við njótum mikils stuðnings hluthafa á þeirri vegferð, en furðu mikillar fyrirstöðu frá aðilum sem engra hagsmuna eiga að gæta hjá félaginu. Kannski er það til marks um að við séum á réttri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttir af afsögn tveggja stjórnarmanna í VÍS í síðustu viku komu flestum á óvart. Frá því stjórnin var skipuð á aðalfundi í mars árið 2017 höfðu stjórnarmenn náð vel saman og verið samstíga í stefnumarkandi ákvörðunum. Samhliða hefur félagið náð góðum árangri og allar lykiltölur í rekstrinum hafa þróast á jákvæðan hátt. Þann 1. júní síðastliðinn ákvað ég að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, vegna rannsóknar á viðskiptum með eignarhluti í Skeljungi og olíufélaginu Magn í Færeyjum. Upphaflega stóð til að Valdimar Svavarsson yrði kjörinn nýr formaður stjórnar, en að tillögu Helgu Hlínar Hákonardóttur var ákveðið að hún, sem varaformaður félagsins, tæki tímabundið að sér verkefni formanns. Enginn var kjörinn varaformaður í hennar stað, enda var öllum ljóst að ráðstöfunin væri til bráðabirgða, þar til framgangur ofangreindrar rannsóknar yrði ljós. Nú virðist ljóst að rannsóknin muni dragast á langinn og því var óhjákvæmilegt að stjórn VÍS skipti formlega og varanlega með sér verkum. Slík skylda hvílir á öllum stjórnum og ef ekki er einhugur um verkaskiptingu er lýðræðisleg niðurstaða fengin með kosningu. Að öllu jöfnu eru særindi sem kunna að skapast við þær aðstæður lögð til hliðar, stjórnarmenn taka höndum saman og setja hagsmuni hluthafa í öndvegi. Á undanförnum vikum hafa ýmsir hagaðilar VÍS hvatt mig til að taka aftur við stjórnarformennskunni. Að vel athuguðu máli taldi ég það ótímabært og því lagði meirihluti stjórnar til að Valdimar Svavarsson yrði stjórnarformaður og Helga Hlín áfram varaformaður. Því hafnaði hún, þótti að sér vegið og hótaði afsögn ef það yrði niðurstaðan. Það sama gerði Jón Sigurðsson. Hótanirnar komu á óvart, enda hafði samstarfið í stjórninni verið gott og rík áhersla verið lögð á góða stjórnarhætti. Tilraunir til að fá sitt fram með hótunum um afsögn rúmast ekki innan góðra stjórnarhátta og því bjóst ég við að allir stjórnarmenn myndu sætta sig við niðurstöðuna úr lýðræðislegu kjöri. Raunin varð önnur. Það er eftirsjá að Helgu Hlín og Jóni, en félagið býr að öflugum varamönnum sem taka nú sæti í stjórninni og fylla skarðið sem þau skilja eftir sig. Ég er sannfærð um að stjórnin muni áfram vinna markvisst að hagsmunum félagsins, en ekki láta aðra hagsmuni eða stolt ráða för. Stjórnin er samstíga í að styrkja grunnstoðirnar í rekstrinum, gera tryggingareksturinn sjálfbæran, bæta þjónustuna við viðskiptavini og fjárfesta skynsamlega. Níu mánaða uppgjör félagsins, sem kynnt var í síðustu viku, sýnir svart á hvítu þann árangur sem náðst hefur í grunnrekstrinum. Tólf mánaða samsett hlutfall hefur verið undir 100 prósentum síðan í byrjun árs 2017 sem er viðsnúningur frá árunum tveimur þar á undan þegar tólf mánaða samsetta hlutfallið var yfir 100 prósentum. Við höfum lagt á það áherslu að í vel reknu tryggingafélagi verði tryggingareksturinn að standa undir sér. Það verður áfram grundvallarmarkmið og árangurinn það sem af er ári gefur góð fyrirheit um næstu misseri. Við njótum mikils stuðnings hluthafa á þeirri vegferð, en furðu mikillar fyrirstöðu frá aðilum sem engra hagsmuna eiga að gæta hjá félaginu. Kannski er það til marks um að við séum á réttri leið.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun