Írsku farandverkamennirnir þrjátíu talsins og hafa komið í nokkrum hópum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. október 2018 14:04 Nöfn einhverra farandverkamannanna hafa verið tengd við Rathkeale Rovers á Írlandi, en samtökin eru skilgreind glæpasamtök í landinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur, síðan um miðjan september, haft til skoðunar málefni írskra farandverkamanna sem gengið hafa hús úr húsi og boðið fram þrif þjónustu. Lögreglan hefur sent frá sér þrjár tilkynningar á samfélagsmiðlum vegna mannanna, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, en þeir hafa þótt einkar ágengir og hlaupa tilkynningar fólks til lögreglu um ferðir mannanna á mörgum tugum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni höfuðborgarsvæðinu, hefur haft málefni mannanna til skoðunar og að vel hafi verið fylgst með þeim frá því þeir komu fyrst til landsins. Um sé að ræða þrjátíu manns sem hafa komið og farið í nokkrum hópum en þeir fyrstu komu til landsins 17. september. Svo virðist sem þeir hafi farið kerfisbundið í gegnum hverfi borgarinnar á síðustu sex vikum og boðið fram þjónustu sína.Sjá einnig: Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á AkureyriSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðbrgarsvæðinuLögreglanLögreglan veit hverjir allir mennirnir eru Skúli segir lögreglu hafa rætt við alla mennina og að upplýsingar um þá alla liggi fyrir. Þeim hafi verið leiðbeint um íslenskar reglur og viðskiptahætti og að á þessu stigi sé ekki sé hægt að áætla að þeir hafi brotið af sér. Hér hafi þeir heimildir til þess að dvelja og starfa, eftir settum reglum. þar sem þeir séu innan evrópska efnahagssvæðisins, sem Ísland á aðild að. Skúli segir að framkoma mannanna og meintir viðskiptahættir, sem tilkynnt hafi verið um, séu öðruvísi en Íslendingar eigi almennt að venjast. Fólk hafi í sumum tilfellum verið óttaslegið en margir litið á þetta sem ónæði farandsölumanna og brugðist við vegna tilkynninga lögreglu á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom í ljós að þegar tilkynningar til lögreglu voru teknar saman hafi komið í ljós að mennirnir hafi fyrst og fremst einbeitt sér að því að selja þjónustu til eldra fólks, sem í einhverjum tilfellum á erfiðara með að hafa samskipti við þá vegna tungumálaörðuleika. Meðal annars hafi risið upp ágreiningur um verð fyrir þjónustuna og er farandverkamönnunum borið á brýn að hafa hækkað verðið eftir að verki var lokið og að hafa gengið hart fram þegar rukkað var fyrir verkið. Þá hafi kaupendum reynst erfitt að fá greiðslukvittun af verki loknu.Sjá einnig: Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknuTil skoðunar hvort mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi Skúli telur að mennirnir hafi annars vegar komið hingað til lands með flugi og hins vegar á bíl með Norrænu. Lögreglan hefur sent fyrirspurn um mennina til Europol, en ekki liggur fyrir hvort mennirnir eigi alvarleg brot á ferli sínum en sakaferill þeirra á Írlandi var meðal annars verið skoðaður. Fyrir liggur að einhverjir mannanna þrjátíu séu tengdir fjölskylduböndum. Þeir hafa ekki orðið uppvísir af lögbroti hér á landi þó viðskiptahættir þeirra séu umdeildir. Skúli segir að til skoðunar sé hvort hópurinn sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi en nöfn einhverra mannanna hafa verið tengd við Rathkeale Rovers á Írlandi, en samtökin eru skilgreind glæpasamtök í landinu. Sjö mannanna eru enn á landinu og eru þeir fyrir norðan. Skúli hvetur fólk til þess að fara varlega í viðskipti við mennina, en ræður fólki jafnframt frá því hafi það þess kost. Hann segir það til skoðunar hjá lögreglu hvernig brugðist verði við venji hópurinn komur sínar hingað til lands. Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á Akureyri Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í morgun tvær tilkynningar um erlenda menn sem fóru í hús á Akureyri og buðu fram vinnu við garðaumhirðu eða þvott á bifreiðastæðum. 29. október 2018 15:23 Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknu Eldri borgara segja samskiptin við farandverkamennina afar óþægileg. 26. október 2018 15:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur, síðan um miðjan september, haft til skoðunar málefni írskra farandverkamanna sem gengið hafa hús úr húsi og boðið fram þrif þjónustu. Lögreglan hefur sent frá sér þrjár tilkynningar á samfélagsmiðlum vegna mannanna, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, en þeir hafa þótt einkar ágengir og hlaupa tilkynningar fólks til lögreglu um ferðir mannanna á mörgum tugum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni höfuðborgarsvæðinu, hefur haft málefni mannanna til skoðunar og að vel hafi verið fylgst með þeim frá því þeir komu fyrst til landsins. Um sé að ræða þrjátíu manns sem hafa komið og farið í nokkrum hópum en þeir fyrstu komu til landsins 17. september. Svo virðist sem þeir hafi farið kerfisbundið í gegnum hverfi borgarinnar á síðustu sex vikum og boðið fram þjónustu sína.Sjá einnig: Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á AkureyriSkúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðbrgarsvæðinuLögreglanLögreglan veit hverjir allir mennirnir eru Skúli segir lögreglu hafa rætt við alla mennina og að upplýsingar um þá alla liggi fyrir. Þeim hafi verið leiðbeint um íslenskar reglur og viðskiptahætti og að á þessu stigi sé ekki sé hægt að áætla að þeir hafi brotið af sér. Hér hafi þeir heimildir til þess að dvelja og starfa, eftir settum reglum. þar sem þeir séu innan evrópska efnahagssvæðisins, sem Ísland á aðild að. Skúli segir að framkoma mannanna og meintir viðskiptahættir, sem tilkynnt hafi verið um, séu öðruvísi en Íslendingar eigi almennt að venjast. Fólk hafi í sumum tilfellum verið óttaslegið en margir litið á þetta sem ónæði farandsölumanna og brugðist við vegna tilkynninga lögreglu á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom í ljós að þegar tilkynningar til lögreglu voru teknar saman hafi komið í ljós að mennirnir hafi fyrst og fremst einbeitt sér að því að selja þjónustu til eldra fólks, sem í einhverjum tilfellum á erfiðara með að hafa samskipti við þá vegna tungumálaörðuleika. Meðal annars hafi risið upp ágreiningur um verð fyrir þjónustuna og er farandverkamönnunum borið á brýn að hafa hækkað verðið eftir að verki var lokið og að hafa gengið hart fram þegar rukkað var fyrir verkið. Þá hafi kaupendum reynst erfitt að fá greiðslukvittun af verki loknu.Sjá einnig: Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknuTil skoðunar hvort mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi Skúli telur að mennirnir hafi annars vegar komið hingað til lands með flugi og hins vegar á bíl með Norrænu. Lögreglan hefur sent fyrirspurn um mennina til Europol, en ekki liggur fyrir hvort mennirnir eigi alvarleg brot á ferli sínum en sakaferill þeirra á Írlandi var meðal annars verið skoðaður. Fyrir liggur að einhverjir mannanna þrjátíu séu tengdir fjölskylduböndum. Þeir hafa ekki orðið uppvísir af lögbroti hér á landi þó viðskiptahættir þeirra séu umdeildir. Skúli segir að til skoðunar sé hvort hópurinn sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi en nöfn einhverra mannanna hafa verið tengd við Rathkeale Rovers á Írlandi, en samtökin eru skilgreind glæpasamtök í landinu. Sjö mannanna eru enn á landinu og eru þeir fyrir norðan. Skúli hvetur fólk til þess að fara varlega í viðskipti við mennina, en ræður fólki jafnframt frá því hafi það þess kost. Hann segir það til skoðunar hjá lögreglu hvernig brugðist verði við venji hópurinn komur sínar hingað til lands.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á Akureyri Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í morgun tvær tilkynningar um erlenda menn sem fóru í hús á Akureyri og buðu fram vinnu við garðaumhirðu eða þvott á bifreiðastæðum. 29. október 2018 15:23 Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknu Eldri borgara segja samskiptin við farandverkamennina afar óþægileg. 26. október 2018 15:53 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Vara við boðum erlendra manna um garðaumhirðu og þvott á Akureyri Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í morgun tvær tilkynningar um erlenda menn sem fóru í hús á Akureyri og buðu fram vinnu við garðaumhirðu eða þvott á bifreiðastæðum. 29. október 2018 15:23
Írsku farandverkamennirnir sakaðir um að hækka verðið að verki loknu Eldri borgara segja samskiptin við farandverkamennina afar óþægileg. 26. október 2018 15:53