Bíðum ekki með Reykjanesbrautina Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2018 07:00 Í júní árið 2005 opnaði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, göng undir Almannaskarð. Rúmu ári áður hafði verið ákveðið að taka göngin um Almannaskarð fram fyrir aðrar framkvæmdir og fyrirætlunum um uppbyggingu vegarins því breytt til samræmis við það. Hagkvæmni þessarar framkvæmdar var mikil. Göngin juku þó fyrst og síðast umferðaröryggi til muna en þau leystu af hólmi brattasta vegarhluta hringvegarins þar sem vegarhallinn var 17%. Mörg slys höfðu þá orðið á þessum vegarkafla, síðast hörmulegt banaslys árið 2003. Árið 2007 var ákveðið meðal annars vegna mikillar grjóthruns- og snjóflóðahættu í Óshlíð að fara strax í framkvæmdir á Bolungarvíkurgöngum en sú mikilvæga samgöngubót var opnuð árið 2010. Samstaða um framkvæmd Ég vil leyfa mér að fullyrða að mikil samstaða hafi verið meðal þingheims hvað þessar framkvæmdir varðar og að ákveðið raunsæi og útsjónarsemi hafi ráðið ríkjum hjá ráðherrum málaflokksins. Löggjafarvald og framkvæmdarvald tóku sem sagt höndum saman og sýndu skilning og nauðsynlegan sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum, óháð flokkum og kjördæmum. Og það var þorað að forgangsraða. Rétt er að geta þess að það ánægjulega gerðist að báðar þessar framkvæmdir voru innan áætlana. Reykjanesbrautin og tvöföldun hennar frá Reykjanesbæ inn í Hafnarfjörð kallar á svipaða lausn og það strax. Það er algerlega óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan fjölfarna og þjóðþekkta veg í 15 ár eða til ársins 2033, eins og kemur fram í samgönguáætlun. Það hefur lengi legið fyrir hversu brýnt það er að tvöfalda Reykjanesbrautina og áratugir farið í þá baráttu. Tvöföldunin er hafin en hún mjakast áfram á hraða snigilsins þrátt fyrir að aðstæður séu gjörbreyttar sem kalla á framkvæmdir strax. Umferðaröryggi hefur minnkað verulega þar sem tvöföldun og vegrið er ekki til staðar og umferðarþunginn aukist mjög ekki síst vegna aukins fjölda ferðamanna. Að horfast ekki í augu við þær tvær og hálfu milljón ferðamanna sem blessunarlega sækja okkur heim og keyra brautina er auðvitað galið, svo ekki sé minnst á öryggi heimafólks. Skynsemisraddir kalla á að farið verði sem hraðast í þessa framkvæmd. Að þorað verði að forgangsraða. Pólitíkin, hvað sem um hana verður sagt, hefur sýnt það að hún getur brugðist við og sett af stað vegaframkvæmdir sem ekki eru bara þjóðhagslega hagkvæmar heldur beinlínis lífsnauðsynlegar fyrir öryggi fólks í umferðinni. Lífæð samfélags Að bíða með að fullklára samgönguframkvæmdir á Reykjanesbrautinni vegna þess að það sé ekki búið að taka ákvörðun um gjaldtöku í samgöngumálum er ekki boðlegt. Ekki frekar en aðrar samgönguframkvæmdir á suðvesturhorninu. Rök fyrir gjaldtöku geta verið margvísleg en ef taka á gjald fyrir samgöngumannvirki þarf að liggja fyrir heildstæð áætlun fyrir landið allt. Planið getur ekki verið að einum landshluta sérstaklega umfram annan verði þrýst inn í gjaldtöku með þeirri leikjafræði einni að vanfjármagna framkvæmdir og setja allt í hægagang á svæðinu. Reykjanesbrautin er ekki eingöngu lífæð Suðurnesjafólks og okkar sem búum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu heldur lífæð samfélags sem byggir á fjölbreyttum atvinnuvegum með sterk tengsl við umheiminn. Í landinu er ríkisstjórn sem réttlætir tilveru sína með því að vera mynduð um stóru málin. Það er kominn tími til að hún sýni það í verki. Að klára tvöföldun brautarinnar sem allra fyrst þýðir einfaldlega að almannahagsmunir eru settir í forgrunn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í júní árið 2005 opnaði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, göng undir Almannaskarð. Rúmu ári áður hafði verið ákveðið að taka göngin um Almannaskarð fram fyrir aðrar framkvæmdir og fyrirætlunum um uppbyggingu vegarins því breytt til samræmis við það. Hagkvæmni þessarar framkvæmdar var mikil. Göngin juku þó fyrst og síðast umferðaröryggi til muna en þau leystu af hólmi brattasta vegarhluta hringvegarins þar sem vegarhallinn var 17%. Mörg slys höfðu þá orðið á þessum vegarkafla, síðast hörmulegt banaslys árið 2003. Árið 2007 var ákveðið meðal annars vegna mikillar grjóthruns- og snjóflóðahættu í Óshlíð að fara strax í framkvæmdir á Bolungarvíkurgöngum en sú mikilvæga samgöngubót var opnuð árið 2010. Samstaða um framkvæmd Ég vil leyfa mér að fullyrða að mikil samstaða hafi verið meðal þingheims hvað þessar framkvæmdir varðar og að ákveðið raunsæi og útsjónarsemi hafi ráðið ríkjum hjá ráðherrum málaflokksins. Löggjafarvald og framkvæmdarvald tóku sem sagt höndum saman og sýndu skilning og nauðsynlegan sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum, óháð flokkum og kjördæmum. Og það var þorað að forgangsraða. Rétt er að geta þess að það ánægjulega gerðist að báðar þessar framkvæmdir voru innan áætlana. Reykjanesbrautin og tvöföldun hennar frá Reykjanesbæ inn í Hafnarfjörð kallar á svipaða lausn og það strax. Það er algerlega óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan fjölfarna og þjóðþekkta veg í 15 ár eða til ársins 2033, eins og kemur fram í samgönguáætlun. Það hefur lengi legið fyrir hversu brýnt það er að tvöfalda Reykjanesbrautina og áratugir farið í þá baráttu. Tvöföldunin er hafin en hún mjakast áfram á hraða snigilsins þrátt fyrir að aðstæður séu gjörbreyttar sem kalla á framkvæmdir strax. Umferðaröryggi hefur minnkað verulega þar sem tvöföldun og vegrið er ekki til staðar og umferðarþunginn aukist mjög ekki síst vegna aukins fjölda ferðamanna. Að horfast ekki í augu við þær tvær og hálfu milljón ferðamanna sem blessunarlega sækja okkur heim og keyra brautina er auðvitað galið, svo ekki sé minnst á öryggi heimafólks. Skynsemisraddir kalla á að farið verði sem hraðast í þessa framkvæmd. Að þorað verði að forgangsraða. Pólitíkin, hvað sem um hana verður sagt, hefur sýnt það að hún getur brugðist við og sett af stað vegaframkvæmdir sem ekki eru bara þjóðhagslega hagkvæmar heldur beinlínis lífsnauðsynlegar fyrir öryggi fólks í umferðinni. Lífæð samfélags Að bíða með að fullklára samgönguframkvæmdir á Reykjanesbrautinni vegna þess að það sé ekki búið að taka ákvörðun um gjaldtöku í samgöngumálum er ekki boðlegt. Ekki frekar en aðrar samgönguframkvæmdir á suðvesturhorninu. Rök fyrir gjaldtöku geta verið margvísleg en ef taka á gjald fyrir samgöngumannvirki þarf að liggja fyrir heildstæð áætlun fyrir landið allt. Planið getur ekki verið að einum landshluta sérstaklega umfram annan verði þrýst inn í gjaldtöku með þeirri leikjafræði einni að vanfjármagna framkvæmdir og setja allt í hægagang á svæðinu. Reykjanesbrautin er ekki eingöngu lífæð Suðurnesjafólks og okkar sem búum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu heldur lífæð samfélags sem byggir á fjölbreyttum atvinnuvegum með sterk tengsl við umheiminn. Í landinu er ríkisstjórn sem réttlætir tilveru sína með því að vera mynduð um stóru málin. Það er kominn tími til að hún sýni það í verki. Að klára tvöföldun brautarinnar sem allra fyrst þýðir einfaldlega að almannahagsmunir eru settir í forgrunn.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun