Segir ríkið vera að skapa sér sjálfkrafa skaðabótaskyldu Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. nóvember 2018 08:45 Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tollinum. Nordicphotos/Getty „Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Það hefur legið fyrir mörg undanfarin ár að það væru yfirgnæfandi líkur á að niðurstaða málsins yrði á þann hátt sem síðar varð. Sú afsökun að stjórnvöld hafi ekki haft nægan tíma er bara ekki gild,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um þá stöðu sem upp er komin varðandi innflutning á fersku kjöti. Í síðustu viku voru um 200 kíló af lífrænu hollensku nautakjöti gerð upptæk í tolli. Var það fyrsta sendingin til landsins frá því að dómur féll í Hæstarétti í síðasta mánuði þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti væri ólögmætt. Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, sem flutti inn kjötið segir að Matvælastofnun hafi veitt fyrirtækinu andmælarétt. Endanleg niðurstaða átti jafnvel að liggja fyrir í gær. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ítrekar að von sé á frumvarpi vegna málsins í febrúar. Það hafi verið í forgangi hjá stjórnvöldum frá því að EFTA-dómstólinn komst að niðurstöðu fyrir um ári að umrætt innflutningsbann bryti gegn EES-samningnum. „Stjórnvöld sendu í júlí umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem önnur Norðurlönd hafa fengið. Við höfum líka verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA varðandi næstu skref stjórnvalda í málinu,“ segir Kristján Þór. Andrés segir fyrirtæki nú geta flutt inn ferskt kjöt án allrar áhættu. „Við vitum að það eru fleiri sendingar á leiðinni. Ef stjórnvöld bregðast ekki við í tíma eiga þessi fyrirtæki sjálfkrafa hreina skaðabótakröfu á ríkið. Frá og með uppkvaðningu Hæstaréttardómsins er það lagabrot af hálfu opinberra aðila að gera svona vöru upptæka við innflutning til landsins. Það er algerlega hafið yfir vafa. Stóra spurningin í okkar huga nú er hvort það sé meirihluti fyrir þessum lagabreytingum á Alþingi,“ segir Andrés Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, birti grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að flokkur sinn muni leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir þá skammtímahagsmuni að heimila innflutning á fersku kjöti. Kristján Þór segir að stjórnvöld hafi í kjölfar dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar ekkert val um annað en að bregðast við: „Ég legg sem fyrr ríka áherslu á að við stöndum við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist en tryggjum á sama tíma öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira