Býst við að spila í Svíþjóð Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2018 10:00 Svava Rós vonast til að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu á næstu misserum. Fréttablaðið/Eyþór Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira