Í frétt Sky segir að árásarmaðurinn hafi hafið skothríð á Borderline Bar & Grill veitingastaðnum í Thousand Oaks, um 60 kílómetrum vestur af Los Angeles.
Árásarmaðurinn er sagður vera á þrítugsaldri og hafi hann verið klæddur svörtu og með skegg. Fréttir hafa borist að karlmaður sé í haldi lögreglu vegna árásarinnar, þó að það hafi ekki fengist staðfest.
Í frétt ABC er haft eftir lögreglumönnum að árásarmaðurinn hafi beitt hálfsjálfvirku skotvopni og skotið um þrjátíu skotum. Þá hafi hann beitt reyksprengjum. Haft er eftir lögreglu að ellefu manns hafi orðið fyrir skoti.
Almenningur haldi sig fjarri
Ekki liggur fyrir hvort að einhver hafi látið lífið í árásinni, en vitað er að lögreglumaður særðist.Lögregla hefur beint þeim orðum til almennings að halda sig fjarri staðnum.
Tilkynning barst fyrst klukkan 23:20 að staðartíma, eða um klukkan 7:20 að íslenskum tíma.
Á heimasíðu staðarins kemur fram að kántríkvöld fyrir háskólanema hafi farið fram á staðnum þegar árásin var gerð.
#OaksInc: Ongoing active shooter incident reported at Borderline in @CityofTO . Please stay away from area. Active law enforcement incident. Multiple injuries reported. Details still being determined. Multiple ambulances requested. @VCFD pic.twitter.com/4X3b8KMisc
— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018
#OaksInc Active shooter in Thousand Oaks. ICP and press briefing location is being set up with law and fire at the Janss Mall parking lot. @VCFD @VCSOVentura
— VCFD PIO (@VCFD_PIO) November 8, 2018