Kawhi Leonard kom aftur inn í lið Toronto Raptors eftir tveggja leikja hvíld og var í stóru hlutverki í 114-105 útisigri á liði Sacramento Kings. Leonard endaði með 25 stig og 11 fráköst.
Toronto liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð síðan eina tap tímabilsins sem kom á móti Milwaukee Bucks 29. október síðastliðinn.
Þetta var annað tap Sacramento Kings í röð eftir fimm sigurleiki í röð þar á undan. Willie Cauley-Stein og Buddy Hield skoruðu báðir 24 stig og De'Aaron Fox var með 20 stig.
Derrick Rose átti aftur mjög flottan leik og skoraði 31 stig á 37 mínútum og Jimmy Butler var með 24 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.
Anthony Davis átti sinn besta leik síðan að hann meiddist á olnboga á dögunum og New Orleans Pelicans vann loksins sigur eftir sex töð í röð. Anthony Davis var með 32 stig, 15 fráköst og 4 varin skot í 107-98 sigri á Chicago Bulls. Jrue Holiday var einnig góður með 17 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.
Hassan Whiteside átti rosalegan leik þegar Miami Heat vann 95-88 sigur á San Antonio Spurs en miðherjinn endaði með 29 stig, 20 fráköst og 9 varin skot sem er það mesta sem einn leikmaður hefur varið í leik á tímabilinu. Þetta var fyrsti sigur Miami á San Antonio í fjögur ár.
Sacramento Kings - Toronto Raptors 105-114
Utah Jazz - Dallas Mavericks 117-102
Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 94-100
Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 89-87
New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 107-98
Atlanta Hawks - New York Knicks 107-112
Miami Heat - San Antonio Spurs 95-88
Cleveland Cavaliers - Oklahoma City Thunder 86-95
Orlando Magic - Detroit Pistons 96-103
Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 114-110