Aðalatriðið að fólk hugi betur að úrganginum og bílanotkun Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. nóvember 2018 07:30 Um þriðjungur losunar á koltvísýringi í íslenska hagkerfinu er vegna flugreksturs. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það má ekki túlka þetta þannig að við séum að gera allt svo rosalega rangt. Við erum með þrefalda hlutfallslega skekkju sem vegur gríðarlega þungt. Á öllum þessum sviðum erum við risastór hlutfallslega, í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og fluginu,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, um þær fréttir sem Hagstofan birti í gær að losun koltvísýrings frá hagkerfinu á hvern íbúa sé mest á Íslandi af ESB- og EFTA-ríkjunum. Samkvæmt tölunum sem eru frá 2016 er losunin 16,9 tonn á hvern Íslending en Lúxemborg kemur næst með 15,2 tonn og Eistland er í þriðja sæti með 13,4 tonn. Langmest losunin á Íslandi er vegna flugs og framleiðslu málma en hvor þáttur telur um þriðjung. Sigurður segir að þegar komi að þessum þremur stóru þáttum í losuninni séu Íslendingar í sumum tilfellum að gera góða hluti. „Í málmframleiðslunni erum við að nota endurnýjanlega orkugjafa. Við erum heldur ekki að velja það að nota olíu í sjávarútvegi í staðinn fyrir eitthvað annað, því það er ekkert annað. Við höfum staðið okkur mjög vel í að reyna að draga úr notkuninni með hámarksnýtni. Flugfélögin eru heldur ekki að nota olíu í staðinn fyrir einhvern kost sem er í boði.“ Mesta áherslan á að mati Sigurðar að vera á skuldbindingar Íslands sem snúa beint að stjórnvöldum. „Það snýst bara um einstaklingana. Þar verðum við að ná niður losun, bæði í samgöngum og úrgangi. Þegar við komum að heimilum þá erum við yfirleitt í betri stöðu en aðrar þjóðir af því að við höfum endurnýjanlega orkugjafa. Á móti erum við gríðarleg bílaþjóð. Bæði af því að við höfum greinilega áhuga á því og að sumu leyti þurfum við það.“ Lykilatriði að mati Sigurðar er að þar hafi fólk val. „Það er sem betur fer komin markaðslausn. Þú getur núna tekið ákvörðun um að hætta að nota bílinn og hjólað frekar eða farið í strætó eða keypt þér rafmagnsbíl eða metanbíl.“ Þegar kemur að losun frá heimilum er Ísland í 9. sæti en losunin hér er mest af öllum Norðurlöndunum. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
„Það má ekki túlka þetta þannig að við séum að gera allt svo rosalega rangt. Við erum með þrefalda hlutfallslega skekkju sem vegur gríðarlega þungt. Á öllum þessum sviðum erum við risastór hlutfallslega, í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og fluginu,“ segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, um þær fréttir sem Hagstofan birti í gær að losun koltvísýrings frá hagkerfinu á hvern íbúa sé mest á Íslandi af ESB- og EFTA-ríkjunum. Samkvæmt tölunum sem eru frá 2016 er losunin 16,9 tonn á hvern Íslending en Lúxemborg kemur næst með 15,2 tonn og Eistland er í þriðja sæti með 13,4 tonn. Langmest losunin á Íslandi er vegna flugs og framleiðslu málma en hvor þáttur telur um þriðjung. Sigurður segir að þegar komi að þessum þremur stóru þáttum í losuninni séu Íslendingar í sumum tilfellum að gera góða hluti. „Í málmframleiðslunni erum við að nota endurnýjanlega orkugjafa. Við erum heldur ekki að velja það að nota olíu í sjávarútvegi í staðinn fyrir eitthvað annað, því það er ekkert annað. Við höfum staðið okkur mjög vel í að reyna að draga úr notkuninni með hámarksnýtni. Flugfélögin eru heldur ekki að nota olíu í staðinn fyrir einhvern kost sem er í boði.“ Mesta áherslan á að mati Sigurðar að vera á skuldbindingar Íslands sem snúa beint að stjórnvöldum. „Það snýst bara um einstaklingana. Þar verðum við að ná niður losun, bæði í samgöngum og úrgangi. Þegar við komum að heimilum þá erum við yfirleitt í betri stöðu en aðrar þjóðir af því að við höfum endurnýjanlega orkugjafa. Á móti erum við gríðarleg bílaþjóð. Bæði af því að við höfum greinilega áhuga á því og að sumu leyti þurfum við það.“ Lykilatriði að mati Sigurðar er að þar hafi fólk val. „Það er sem betur fer komin markaðslausn. Þú getur núna tekið ákvörðun um að hætta að nota bílinn og hjólað frekar eða farið í strætó eða keypt þér rafmagnsbíl eða metanbíl.“ Þegar kemur að losun frá heimilum er Ísland í 9. sæti en losunin hér er mest af öllum Norðurlöndunum.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira