Söfnuðu rúmlega ellefu þúsund lítrum af næringarmjólk Heimsljós kynnir 8. nóvember 2018 08:30 Rúmlega ellefu þúsund lítrar af næringarmjólk fyrir rúmar 2,5 milljónir króna söfnuðust í átaki Landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fyrirtækisins Te & kaffi sem lauk um nýliðin mánaðamót. Söfnunarátakinu var hrundið af stað til þess að bregðast við vannæringu meðal ungra barna víðs vegar í heiminum en UNICEF nýtir næringarmjólkina á sérstökum næringarmiðstöðvum til að meðhöndla börn sem eru orðin of veikburða til að innbyrða fasta fæðu. „Næringarmjólkin er orkurík og full af nauðsynlegum kolvetnum og fitu, auk þeirra vítamína og steinefna sem börn þurfa til að vaxa og dafna. Hún var sérstaklega þróuð til að meðhöndla allra veikustu börnin á næringarmiðstöðvum og sjúkrahúsum,“ segir í frétt á vef UNICEF á Íslandi. Í söfnunarátakinu gaf Te & Kaffi andvirði 300 millilítra af næringarmjólk með hverjum seldum bolla á kaffihúsunum og viðskiptavinum var boðið að gera það sama með því að bæta 66 krónum við bollann. Ólafur Darri og Sigríður Thorlacius heimsóttu næringarmiðstöðvar„Vannæring getur hljómað eins og óyfirstíganlegt vandamál en með réttri meðhöndlun í tæka tíð ná langflest börn sér á einungis nokkrum vikum. UNICEF einsetur sér að veita börnum sem þjást af alvarlegri vannæringu viðeigandi meðferð, meðal annars með næringarmjólk og öðrum bætiefnum. Stuðningurinn er því mikilvægur og hefur raunveruleg áhrif á líf barna,“ segir í frétt UNICEF.Í myndböndunum, sem tekin voru upp í Madagaskar og Bangladess, er hægt að sjá hvernig næringarmjólk er notuð til að bjarga lífi barna, en Ólafur Darri leikari og Sigríður Thorlacius söngkona, hafa bæði heimsótt næringarmiðstöðvar á vegum UNICEF.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent
Rúmlega ellefu þúsund lítrar af næringarmjólk fyrir rúmar 2,5 milljónir króna söfnuðust í átaki Landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fyrirtækisins Te & kaffi sem lauk um nýliðin mánaðamót. Söfnunarátakinu var hrundið af stað til þess að bregðast við vannæringu meðal ungra barna víðs vegar í heiminum en UNICEF nýtir næringarmjólkina á sérstökum næringarmiðstöðvum til að meðhöndla börn sem eru orðin of veikburða til að innbyrða fasta fæðu. „Næringarmjólkin er orkurík og full af nauðsynlegum kolvetnum og fitu, auk þeirra vítamína og steinefna sem börn þurfa til að vaxa og dafna. Hún var sérstaklega þróuð til að meðhöndla allra veikustu börnin á næringarmiðstöðvum og sjúkrahúsum,“ segir í frétt á vef UNICEF á Íslandi. Í söfnunarátakinu gaf Te & Kaffi andvirði 300 millilítra af næringarmjólk með hverjum seldum bolla á kaffihúsunum og viðskiptavinum var boðið að gera það sama með því að bæta 66 krónum við bollann. Ólafur Darri og Sigríður Thorlacius heimsóttu næringarmiðstöðvar„Vannæring getur hljómað eins og óyfirstíganlegt vandamál en með réttri meðhöndlun í tæka tíð ná langflest börn sér á einungis nokkrum vikum. UNICEF einsetur sér að veita börnum sem þjást af alvarlegri vannæringu viðeigandi meðferð, meðal annars með næringarmjólk og öðrum bætiefnum. Stuðningurinn er því mikilvægur og hefur raunveruleg áhrif á líf barna,“ segir í frétt UNICEF.Í myndböndunum, sem tekin voru upp í Madagaskar og Bangladess, er hægt að sjá hvernig næringarmjólk er notuð til að bjarga lífi barna, en Ólafur Darri leikari og Sigríður Thorlacius söngkona, hafa bæði heimsótt næringarmiðstöðvar á vegum UNICEF.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent