Margrét Pétursdóttir, sviðsstjóri á endurskoðunarsviði EY, var kosin í stjórn IFAC, Alþjóðasambands endurskoðenda, á fundi þess í Sydney í Ástralíu þann 2. nóvember síðastliðinn.
Í tilkynningu frá EY kemur fram að IFAC samanstandi af 175 endurskoðunarfélögum í um 130 löndum og að baki standa félagsmenn sem telja 3 milljónir endurskoðenda.
Margrét verður fulltrúi Íslands og Norræna endurskoðunarsambandsins (NRF) sem stóð að framboði hennar.
„Á síðustu árum hefur Margrét sérhæft sig sífellt meira í endurskoðun fjármálafyrirtækja og hefur Margrét jafnframt undirbúið stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu.
Margrét hefur verið gæðaeftirlitsmaður hjá EY og á vegum Félags löggiltra endurskoðenda, FLE. Margrét var formaður FLE á árunum 2015-2017 og formaður Norræna endurskoðunarsambandsins á árinu 2017,“ segir í tilkynningunni.
Margrét í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent


Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum
Viðskipti erlent

Að sleikja narsisstann upp í vinnunni
Atvinnulíf

Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári
Viðskipti innlent
