Neytendavá Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar