Neytendavá Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun