Hinn magnaði leikmaður Oklahoma City Thunder, Russell Westbrook, fór sárþjáður af velli í leik liðsins í nótt.
Westbrook snéri upp á ökklann og var sendur beint í myndatöku. Þar kom í ljós að það er ekkert brotið eða slitið. Hann er aðeins tognaður.
Félagar hans óttuðust að hann væri alvarlega meiddur er hann lá á gólfinu enda ekki vanur því að kveinka sér mikið. Þeim var því mikið létt er í ljós kom að svo var ekki.
Westbrook missti af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem hann fór í hnéaðgerð í september. Hann ætti ekki að vera of lengi frá vegna þessara meiðsla.
