Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2018 11:18 Frans Timmermans og Maros Sefcovic á góðri stund. EPA/OLIVIER HOSLET Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þess í stað hefur hann lýst yfir stuðningi við Hollendinginn Frans Timmermans, annan varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, sem sækist eftir því að verða frambjóðandi fylkingar Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Jean Claude Juncker lætur af störfum eftir kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.Á könnu Leiðtogaráðsins Sefcovic, sem farið hefur með málefni orkubandalagsins innan framkvæmdastjórnarinnar, lýsti yfir framboði sínu í september en hefur nú dregið það til baka. Hann segist þó reiðubúinn að starfa með Timmermans. Leiðtogaráð ESB mun tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar þar sem því er ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins. Evrópuþingið hefur talað fyrir því að forsetinn verði valinn úr hópi frambjóðenda fylkinganna á þinginu. Deildar meiningar eru þó um þá skoðun.Ræðst í desember Þinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Timmermans á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Stærsti hópurinn, hægriflokkurinn Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), mun velja tilnefna sinn frambjóðanda á þingi í Helsinki á fimmtudaginn. Þar stendur valið milli bæverska þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu, Manfred Weber, og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Timmermans er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands og hefur átt sæti í framkvæmdastjórn ESB frá árinu 2014. Evrópusambandið Finnland Holland Norðurlönd Slóvakía Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þess í stað hefur hann lýst yfir stuðningi við Hollendinginn Frans Timmermans, annan varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, sem sækist eftir því að verða frambjóðandi fylkingar Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Jean Claude Juncker lætur af störfum eftir kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.Á könnu Leiðtogaráðsins Sefcovic, sem farið hefur með málefni orkubandalagsins innan framkvæmdastjórnarinnar, lýsti yfir framboði sínu í september en hefur nú dregið það til baka. Hann segist þó reiðubúinn að starfa með Timmermans. Leiðtogaráð ESB mun tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar þar sem því er ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins. Evrópuþingið hefur talað fyrir því að forsetinn verði valinn úr hópi frambjóðenda fylkinganna á þinginu. Deildar meiningar eru þó um þá skoðun.Ræðst í desember Þinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Timmermans á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Stærsti hópurinn, hægriflokkurinn Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), mun velja tilnefna sinn frambjóðanda á þingi í Helsinki á fimmtudaginn. Þar stendur valið milli bæverska þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu, Manfred Weber, og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Timmermans er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands og hefur átt sæti í framkvæmdastjórn ESB frá árinu 2014.
Evrópusambandið Finnland Holland Norðurlönd Slóvakía Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22
Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59