„Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 08:02 Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/getty Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. Tilkynnt var um kaupin í gær en þau áttu sér stuttan aðdraganda; viðræður hófust síðdegis á föstudag, fóru fram um helgina og lauk með fyrrgreindum kaupum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá gríðarlega fjölgun ferðamanna sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein landsins en greinin er afar háð farþegaflugi hingað til lands þar sem það er ákveðið lykilatriði að ferðamaðurinn komist á áfangastað. WOW air fór í jómfrúarflug sitt árið 2012 og hóf flug til Bandaríkjanna árið 2015 í samkeppni við Icelandair. Félagið vakti strax athygli fyrir hversu ódýr flug það bauð yfir Atlantshafið sem endurspeglast að einhverju leyti í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Þannig segir í fyrirsögn á vef Business Insider: „Flugfélagið sem var frægast fyrir að bjóða flug á 55 dollara frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur verið keypt af sínum helsta keppinaut.“ Á ferðavef Condé Nast er þeirri spurning velt upp hvað verður um þessi ódýru flug: „Icelandair kaupir WOW air (og breytir því hvernig við fljúgum til Íslands). En stærstu spurningunni er ósvarað: Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Á vef Bloomberg er kaupum Icelandair á sínum helsta keppinaut líkt við hjónaband og í frétt Washington Post er það dregið fram að bæði félögin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarin misseri. Í frétt Forbes segir að veturinn hafi komið hjá öðru „norrænu“ flugfélagi. Er rifjað upp hversu mikill fjöldi evrópskra lággjaldaflugfélaga hefur horfið af markaði undanfarið, þar á meðal Monarch, Air Berlin og SkyWork. „Icelandair, flaggskip Íslands í flugi, er almennt séð flugfélag sem veitir viðbótarþjónustu en félagið flýgur til 48 áfangastaða. Það hefur verið í rekstri síðan 1937 [...]. WOW air aftur á móti er talið vera hið klassíska lággjaldaflugfélag. Jafnvel eftir að tilkynnt var um kaupin í dag var WOW enn að auglýsa mjög ódýr flug aðra leið, til dæmis Chicago-Reykjavík á 99 dollara eða New York-Berlín á 159 dollara,“ segir á vef Forbes.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. Tilkynnt var um kaupin í gær en þau áttu sér stuttan aðdraganda; viðræður hófust síðdegis á föstudag, fóru fram um helgina og lauk með fyrrgreindum kaupum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá gríðarlega fjölgun ferðamanna sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein landsins en greinin er afar háð farþegaflugi hingað til lands þar sem það er ákveðið lykilatriði að ferðamaðurinn komist á áfangastað. WOW air fór í jómfrúarflug sitt árið 2012 og hóf flug til Bandaríkjanna árið 2015 í samkeppni við Icelandair. Félagið vakti strax athygli fyrir hversu ódýr flug það bauð yfir Atlantshafið sem endurspeglast að einhverju leyti í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Þannig segir í fyrirsögn á vef Business Insider: „Flugfélagið sem var frægast fyrir að bjóða flug á 55 dollara frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur verið keypt af sínum helsta keppinaut.“ Á ferðavef Condé Nast er þeirri spurning velt upp hvað verður um þessi ódýru flug: „Icelandair kaupir WOW air (og breytir því hvernig við fljúgum til Íslands). En stærstu spurningunni er ósvarað: Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Á vef Bloomberg er kaupum Icelandair á sínum helsta keppinaut líkt við hjónaband og í frétt Washington Post er það dregið fram að bæði félögin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarin misseri. Í frétt Forbes segir að veturinn hafi komið hjá öðru „norrænu“ flugfélagi. Er rifjað upp hversu mikill fjöldi evrópskra lággjaldaflugfélaga hefur horfið af markaði undanfarið, þar á meðal Monarch, Air Berlin og SkyWork. „Icelandair, flaggskip Íslands í flugi, er almennt séð flugfélag sem veitir viðbótarþjónustu en félagið flýgur til 48 áfangastaða. Það hefur verið í rekstri síðan 1937 [...]. WOW air aftur á móti er talið vera hið klassíska lággjaldaflugfélag. Jafnvel eftir að tilkynnt var um kaupin í dag var WOW enn að auglýsa mjög ódýr flug aðra leið, til dæmis Chicago-Reykjavík á 99 dollara eða New York-Berlín á 159 dollara,“ segir á vef Forbes.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent