Kjötframleiðslu engin vorkunn að samkeppni Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. nóvember 2018 08:00 Flutningsmaður segir frumvarpið lagt fram sem viðbragð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er algerlega fráleit tillaga. Við höfum talað fyrir því að samkeppnisundanþágur mjólkuriðnaðarins verði afnumdar. Þarna er verið að taka algerlega skakkan pól í hæðina að okkar mati. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að verðlagsþróunin hefur til dæmis verið hagstæðari þegar kemur að kjöt- en mjólkurvörum einmitt vegna þess að þar er meiri samkeppni og neytendur hafa notið þess,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um frumvarp tveggja þingkvenna Framsóknarflokksins. Í frumvarpinu leggja þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en sambærilegar undanþágur gilda um mjólkuriðnaðinn. Ólafur bendir á að íslenskur landbúnaður sé verndaður fyrir erlendri samkeppni með gríðarháum tollum. „Þegar tollkvótarnir sem samið var um við ESB eru að fullu komnir til framkvæmda er umfangið um átta til tíu prósent af innanlandsmarkaðnum eins og hann var á síðasta ári. Innlendri kjötframleiðslu er nú eiginlega engin vorkunn að standa af sér samkeppni sem er kannski um tíu prósent af markaðnum.“ Halla Signý segir frumvarpið fyrst og fremst lagt fram sem viðbrögð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. Því sé ekki ætlað að leysa öll vandamál greinarinnar en sé ein leið til þess. „Afkoman hefur verið slök og ein af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til úrbóta er að skoða afurðageirann. Það var 30 prósenta niðurskurður í afurðaverði til bænda á síðasta ári og þetta er enn að versna,“ segir Halla Signý. Hún segir að óskir hafi komið frá afurðastöðvunum um að geta unnið saman á ýmsum sviðum til þess að hagræða í rekstri. „Þær gætu sameinast eða gert samkomulag um verkaskiptingu en þannig værum við með stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Þetta skiptir líka gríðarlegu máli til dæmis þegar kemur að markaðssetningu erlendis.“ Þá bendir Halla Signý á að þróunin undanfarin misseri hafi verið sú að innflutningur hafi aukist umtalsvert. „Ef við ætlum okkur að ýta undir og halda utan um okkar góðu framleiðslu þá er þetta ein leiðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira
„Þetta er algerlega fráleit tillaga. Við höfum talað fyrir því að samkeppnisundanþágur mjólkuriðnaðarins verði afnumdar. Þarna er verið að taka algerlega skakkan pól í hæðina að okkar mati. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt okkur að verðlagsþróunin hefur til dæmis verið hagstæðari þegar kemur að kjöt- en mjólkurvörum einmitt vegna þess að þar er meiri samkeppni og neytendur hafa notið þess,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um frumvarp tveggja þingkvenna Framsóknarflokksins. Í frumvarpinu leggja þær Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir til að afurðastöðvar í kjötiðnaði verði undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga en sambærilegar undanþágur gilda um mjólkuriðnaðinn. Ólafur bendir á að íslenskur landbúnaður sé verndaður fyrir erlendri samkeppni með gríðarháum tollum. „Þegar tollkvótarnir sem samið var um við ESB eru að fullu komnir til framkvæmda er umfangið um átta til tíu prósent af innanlandsmarkaðnum eins og hann var á síðasta ári. Innlendri kjötframleiðslu er nú eiginlega engin vorkunn að standa af sér samkeppni sem er kannski um tíu prósent af markaðnum.“ Halla Signý segir frumvarpið fyrst og fremst lagt fram sem viðbrögð við slæmri stöðu í sauðfjárrækt. Því sé ekki ætlað að leysa öll vandamál greinarinnar en sé ein leið til þess. „Afkoman hefur verið slök og ein af þeim leiðum sem nefndar hafa verið til úrbóta er að skoða afurðageirann. Það var 30 prósenta niðurskurður í afurðaverði til bænda á síðasta ári og þetta er enn að versna,“ segir Halla Signý. Hún segir að óskir hafi komið frá afurðastöðvunum um að geta unnið saman á ýmsum sviðum til þess að hagræða í rekstri. „Þær gætu sameinast eða gert samkomulag um verkaskiptingu en þannig værum við með stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Þetta skiptir líka gríðarlegu máli til dæmis þegar kemur að markaðssetningu erlendis.“ Þá bendir Halla Signý á að þróunin undanfarin misseri hafi verið sú að innflutningur hafi aukist umtalsvert. „Ef við ætlum okkur að ýta undir og halda utan um okkar góðu framleiðslu þá er þetta ein leiðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira