Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 20:30 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir viðskipti dagsins einnig óvenjumikil í fjárhæðum talið. Vísir/Vilhelm Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. Kaupin marka mestu heildarviðskipti á einum degi síðan föstudaginn fyrir hrun, og þá voru einnig gerð mestu viðskipti með hlutabréf í einstöku fyrirtæki á íslenskum markaði í meira en áratug. Kauphöll Íslands greindi frá umræddum metdegi í Facebook-færslu í dag. Þar kemur fram að þegar markaðir lokuðu síðdegis hafi verið gerð 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.Þrefalt meiri viðskipti fyrir tíu árumEn hvað var að gerast þennan mikla viðskiptadag fyrir rúmum tíu árum síðan?Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í samtali við Vísi að umræddur dagur hafi verið 3. október 2008, þ.e. föstudaginn áður en bankarnir féllu og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Íslands. Þann dag var heildarfjöldi viðskipta 1917 og þar af voru 527 viðskipti með Kaupþing og 465 viðskipti með Landsbankann, samkvæmt tölum frá Páli. Því er ljóst að viðskipti dagsins eru töluvert minni á báðum vígstöðvum en fyrir tíu árum, þ.e. þegar litið er til heildarviðskipta og viðskipta með hlutabréf í einstöku fyrirtæki.Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air.Vísir/VilhelmÞað sem af er ári kemst nær enginn dagur í hálfkvisti við daginn í dag, þegar litið er til markaða. Páll nefnir tvo daga, 28. ágúst og 11. september, þar sem heildarviðskipti voru 377 hvorn daginn. Flugfélögin voru meginuppspretta titringsins þá líkt og þau eru nú. Þann 28. ágúst hríðféllu hlutabréf í Icelandair en daginn áður hafði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, tilkynnt um afsögn sína eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018. Þann 11. september gætti enn fremur tíðinda í Kauphöllinni en þá lækkaði hlutabréfaverð sökum óvissu í kringum skuldabréfaútboð WOW Air. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Icelandair Group töluvert. Aðspurður segir Páll að ekki sé hægt að segja með fullri vissu hvað viðskiptin þýði þegar horft er til framtíðar. „Þegar eru svona mikil tíðindi þá bregðast markaðir gjarnan við með miklum viðskiptum. Það náttúrulega skýrir þetta. En menn horfa misjafnlega á framhaldið og þessar aðstæður. Gjarnan er sýn manna mismunandi, sumir vilja kaupa og aðrir vilja innleysa hagnaðinn, eins og gerðist í dag.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. Kaupin marka mestu heildarviðskipti á einum degi síðan föstudaginn fyrir hrun, og þá voru einnig gerð mestu viðskipti með hlutabréf í einstöku fyrirtæki á íslenskum markaði í meira en áratug. Kauphöll Íslands greindi frá umræddum metdegi í Facebook-færslu í dag. Þar kemur fram að þegar markaðir lokuðu síðdegis hafi verið gerð 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.Þrefalt meiri viðskipti fyrir tíu árumEn hvað var að gerast þennan mikla viðskiptadag fyrir rúmum tíu árum síðan?Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í samtali við Vísi að umræddur dagur hafi verið 3. október 2008, þ.e. föstudaginn áður en bankarnir féllu og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Íslands. Þann dag var heildarfjöldi viðskipta 1917 og þar af voru 527 viðskipti með Kaupþing og 465 viðskipti með Landsbankann, samkvæmt tölum frá Páli. Því er ljóst að viðskipti dagsins eru töluvert minni á báðum vígstöðvum en fyrir tíu árum, þ.e. þegar litið er til heildarviðskipta og viðskipta með hlutabréf í einstöku fyrirtæki.Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air.Vísir/VilhelmÞað sem af er ári kemst nær enginn dagur í hálfkvisti við daginn í dag, þegar litið er til markaða. Páll nefnir tvo daga, 28. ágúst og 11. september, þar sem heildarviðskipti voru 377 hvorn daginn. Flugfélögin voru meginuppspretta titringsins þá líkt og þau eru nú. Þann 28. ágúst hríðféllu hlutabréf í Icelandair en daginn áður hafði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, tilkynnt um afsögn sína eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018. Þann 11. september gætti enn fremur tíðinda í Kauphöllinni en þá lækkaði hlutabréfaverð sökum óvissu í kringum skuldabréfaútboð WOW Air. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Icelandair Group töluvert. Aðspurður segir Páll að ekki sé hægt að segja með fullri vissu hvað viðskiptin þýði þegar horft er til framtíðar. „Þegar eru svona mikil tíðindi þá bregðast markaðir gjarnan við með miklum viðskiptum. Það náttúrulega skýrir þetta. En menn horfa misjafnlega á framhaldið og þessar aðstæður. Gjarnan er sýn manna mismunandi, sumir vilja kaupa og aðrir vilja innleysa hagnaðinn, eins og gerðist í dag.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira