Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2018 12:15 Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið/Anton Brink Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsáras gegn hvor öðrum.Þetta kemur fram í farbannsúrskurðum yfir mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Mennirnir voru úrskurðaðir í þriggja mánaða farbann í gær en slagsmálin áttu sér stað í vistarverum PCC á Bakka við Húsavík. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað.Í farbannsúrskurðunum yfir mönnunum tveimur er aðdragandi slagsmálanna rakinn samkvæmt frásögn þess sem segist hafa orðið fyrir barsmíðunum með túbusjónvarpinu. Í úrskurðunum segir að hinn segist lýsa atburðarrásinni „eitthvað á annan veg“ en aðallega muni hann ekkert eftir atvikum málsins. Sagði hinn hafa haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf Í frásögn mannsins kemur fram að hann hafi hafið störf hjá PCC í september og að vinnufélaginn hafi haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf.Þrátt fyrir að hafa kvartað til verkstjóra hafi framkoma vinnufélagans ekki batnað og svo virðist sem að soðið hafi upp úr á milli vinnufélaganna á laugardaginn. Þá sat annar þeirra að drykkju ásamt öðrum vinnufélögum í setustofu húsnæðisins þar sem þeir hafa aðstöðu. Þegar hinn gekk framhjá þeim kallaði sá sem sat að drykkju hann illum nöfnum.Mættust þeir síðar á gangi svefnskála húsnæðisins þar sem annar þeirra slengdi öxlinni í hinn. Hófust ryskingar á milli þeirra sem enduðu þegar aðrir viðstaddir gengu á milli þeirra. Eftir það sagðist sá sem var ekki við drykkju hafa farið í herbergi sitt til þess að fara að sofa enda hafi hann átt að mæta til vinnu síðar um kvöldið. Mennirnir voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri.Mynd/Kristján J.Taldi sig vera að berjast fyrir lífi sínu Sagðist hann hins vegar hafa verið hálfsofandi um 20-30 mínútum síðar er vinnufélaginn laumaðist inn í herbergi til hans og barði hann ítrekað með hnefum. Bar hinn þá hendur fyrir sér en við það tók vinnufélaginn lítið túbusjónvarp sem var í herberginu og barði hinn sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli.Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnfélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu.Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Í farbannsúrskurðinum segir að mennirnir séu pólskir ríkisborgarar sem báðir séu í tímabundinni vinnu hér á landi, því sé talin verulega hætta á því þeir láti sig hverfa af landi brott áður en að rannsókn málsins ljúki.Voru mennirnir úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar næstkomandi. Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsáras gegn hvor öðrum.Þetta kemur fram í farbannsúrskurðum yfir mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Mennirnir voru úrskurðaðir í þriggja mánaða farbann í gær en slagsmálin áttu sér stað í vistarverum PCC á Bakka við Húsavík. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað.Í farbannsúrskurðunum yfir mönnunum tveimur er aðdragandi slagsmálanna rakinn samkvæmt frásögn þess sem segist hafa orðið fyrir barsmíðunum með túbusjónvarpinu. Í úrskurðunum segir að hinn segist lýsa atburðarrásinni „eitthvað á annan veg“ en aðallega muni hann ekkert eftir atvikum málsins. Sagði hinn hafa haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf Í frásögn mannsins kemur fram að hann hafi hafið störf hjá PCC í september og að vinnufélaginn hafi haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf.Þrátt fyrir að hafa kvartað til verkstjóra hafi framkoma vinnufélagans ekki batnað og svo virðist sem að soðið hafi upp úr á milli vinnufélaganna á laugardaginn. Þá sat annar þeirra að drykkju ásamt öðrum vinnufélögum í setustofu húsnæðisins þar sem þeir hafa aðstöðu. Þegar hinn gekk framhjá þeim kallaði sá sem sat að drykkju hann illum nöfnum.Mættust þeir síðar á gangi svefnskála húsnæðisins þar sem annar þeirra slengdi öxlinni í hinn. Hófust ryskingar á milli þeirra sem enduðu þegar aðrir viðstaddir gengu á milli þeirra. Eftir það sagðist sá sem var ekki við drykkju hafa farið í herbergi sitt til þess að fara að sofa enda hafi hann átt að mæta til vinnu síðar um kvöldið. Mennirnir voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri.Mynd/Kristján J.Taldi sig vera að berjast fyrir lífi sínu Sagðist hann hins vegar hafa verið hálfsofandi um 20-30 mínútum síðar er vinnufélaginn laumaðist inn í herbergi til hans og barði hann ítrekað með hnefum. Bar hinn þá hendur fyrir sér en við það tók vinnufélaginn lítið túbusjónvarp sem var í herberginu og barði hinn sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli.Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnfélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu.Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Í farbannsúrskurðinum segir að mennirnir séu pólskir ríkisborgarar sem báðir séu í tímabundinni vinnu hér á landi, því sé talin verulega hætta á því þeir láti sig hverfa af landi brott áður en að rannsókn málsins ljúki.Voru mennirnir úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar næstkomandi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37
Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14