Frábært gengi Toronto Raptors hélt áfram í nótt þegar liðið vann nokkuð þægilegan fjórtán stiga sigur á LA Lakers í borg englanna, 107-121. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 17-42 og lögðu gestirnir grunninn að sigrinum þar og það þrátt fyrir að leika án sinnar skærustu stjörnu, Kawhi Leonard.
Þetta var níundi sigur Raptors á tímabilinu og hefur liðið aðeins tapað einum leik. LeBron og félagar eru hins vegar 4-6 eftir fyrstu tíu leikina.
Serge Ibaka átti stórleik með 34 stig og 10 fráköst og Kyle Lowry skoraði 21 stig ásamt því að gefa 15 stoðsendingar. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers manna með 24 stig á meðan LeBron skoraði 18.
Giannis Antetokounmpo var öflugur þegar Milwaukee Bucks vann sinn níunda leik. Sacramento Kings reyndist lítil fyrirstaða fyrir gríska fríkið og félaga. Giannis skoraði 26 stig, tók 15 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar
Milwaukee Bucks 144-109 Sacramento Kings
Brooklyn Nets 122-97 Philadelphia 76ers
Washington Wizards 108-95 New York Knicks
San Antonio Spurs 110-117 Orlando Magic
Phoenix Suns 102-100 Memphis Grizzlies
Portland Trail Blazers 111-81 Minnesota Timberwolves
Los Angeles Lakers 107-121 Toronto Raptors
LeBron átti engin svör við Toronto Raptors
Arnar Geir Halldórsson skrifar
