Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 06:00 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ósætti innan raða Pírata verður rætt á fundi flokksins í kvöld. Eineltisáætlun og áætlun um viðbrögð vegna kynferðislegrar áreitni verða ræddar og kosið um þær. Nokkrir hafa hætt í flokknum undanfarið og segja innra starf hans gróðrarstíu eineltis og slæmra samskipta. „Það er fólk sem hefur liðið illa innan flokksins og það hefur ekki verið tekist á við það. Það er stórt vandamál sem þarf að takast á við,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, Sindri Viborg, hefur sakað félaga sína um einelti í sinn garð og Atli Fanndal kosningastjóri segir flokkinn hafa formgert og styrkt einelti í flokknum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur þetta klassískt dæmi um það þegar fólki lendi saman og sé ekki sammála um hlutina. Hann dregur í efa að um einelti sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé innistæða fyrir svo stórum orðum,“ segir Björn Leví. „Fólk í fjölskyldum rífst, af hverju ætti það svo sem að vera óvanalegt að fólk í stjórnmálasamtökum rífist? Við erum hins vegar ekki komin með lausn á því þegar upp koma vandamál innan flokksins.“ Dóra Björt segir þetta hins vegar vanda sem þurfi að leysa. „Ég auðvitað horfi í eigin barm, hvort ég hefði getað gert meira til að koma í veg fyrir að þessi staða hefði komið upp og vil biðja það fólk afsökunar sem ég hefði getað stutt betur. Þetta er að einhverju leyti afleiðing þess flata strúktúrs sem við erum með þar sem ábyrgðin á því hver eigi að taka á svona málum er á reiki,“ segir Dóra Björt. „Við sem flokkur virðumst reyna að setja upp ný kerfi og ferli í staðinn fyrir að tala bara saman og leysa vandann.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Sjá meira
Ósætti innan raða Pírata verður rætt á fundi flokksins í kvöld. Eineltisáætlun og áætlun um viðbrögð vegna kynferðislegrar áreitni verða ræddar og kosið um þær. Nokkrir hafa hætt í flokknum undanfarið og segja innra starf hans gróðrarstíu eineltis og slæmra samskipta. „Það er fólk sem hefur liðið illa innan flokksins og það hefur ekki verið tekist á við það. Það er stórt vandamál sem þarf að takast á við,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, Sindri Viborg, hefur sakað félaga sína um einelti í sinn garð og Atli Fanndal kosningastjóri segir flokkinn hafa formgert og styrkt einelti í flokknum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur þetta klassískt dæmi um það þegar fólki lendi saman og sé ekki sammála um hlutina. Hann dregur í efa að um einelti sé að ræða. „Ég veit ekki hvort það sé innistæða fyrir svo stórum orðum,“ segir Björn Leví. „Fólk í fjölskyldum rífst, af hverju ætti það svo sem að vera óvanalegt að fólk í stjórnmálasamtökum rífist? Við erum hins vegar ekki komin með lausn á því þegar upp koma vandamál innan flokksins.“ Dóra Björt segir þetta hins vegar vanda sem þurfi að leysa. „Ég auðvitað horfi í eigin barm, hvort ég hefði getað gert meira til að koma í veg fyrir að þessi staða hefði komið upp og vil biðja það fólk afsökunar sem ég hefði getað stutt betur. Þetta er að einhverju leyti afleiðing þess flata strúktúrs sem við erum með þar sem ábyrgðin á því hver eigi að taka á svona málum er á reiki,“ segir Dóra Björt. „Við sem flokkur virðumst reyna að setja upp ný kerfi og ferli í staðinn fyrir að tala bara saman og leysa vandann.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Sjá meira
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27