Ársgömlu barni neitað um dvalarleyfi ólíkt foreldrunum Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Isidora, Filip Ragnar og Dusan. Filip Ragnar nýtur ekki sömu réttinda og aðrir. Fréttablaðið/Ernir Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira
Filip Ragnar Dusansson Glisic verður eins árs þann 24. nóvember. Hann fæddist á Íslandi og hefur búið hér alla sína ævi. Hann fær hins vegar ekki dvalarleyfi frá Útlendingastofnun en að sama skapi má ekki vísa honum úr landi því hann er fæddur hér. Filip Ragnar er því réttindalaus hér á landi og nýtur ekki sömu réttinda og önnur börn. Isidora Glisic er 32 ára Serbi og er í sambúð með kærasta sínum, Dusan Durovic, sem er 34 ára Svartfellingur. Þau eru bæði á þriðja ári í grunnnámi í háskóla, hún í íslensku en hann í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau kynntust þegar Isidora var við störf í Podgorica í Svartfjallalandi þar sem hún starfaði við að þýða norsku fyrir stjórnvöld. „Ég er með BA-próf í Norðurlandafræðum og kann því norsku ágætlega sem og íslensku. Ég þekki því vel bæði söguna, bókmenntirnar og menninguna. Maðurinn minn er svo með BA-gráðu í fjölmiðlun frá sínu heimalandi,“ segir Isidora. Þau komu hingað til lands saman árið 2015 og eignuðust barn í nóvember síðastliðnum. „Þegar ég varð ólétt langaði mig að forvitnast um stöðu barnsins. Útlendingastofnun sagði mér þá að réttindi barna fylgdu réttindum foreldra, sem er nokkuð lógískt,“ segir Isidora. Þau sóttu því um dvalarleyfi fyrir drenginn til að fá kennitölu fyrir barnið til að koma því á leikskóla og fá sjúkratryggingu og annað sem skiptir máli. „Lögfræðingar okkar sóttu svo um dvalarleyfi fyrir hann í janúar á þessu ári. Stofnunin hefur 90 daga til að svara. Við fengum svo loks svar í síðustu viku, tíu mánuðum seinna, þar sem honum er synjað um dvalarleyfi.“ Í úrskurði Útlendingastofnunar kemur fram að Filip Dagur geti fengið öll sín réttindi í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld séu hins vegar ekki tilbúin til að veita honum þessi réttindi þó hann hafi fæðst hér á landi. „Í fyrirliggjandi máli er um að ræða barn tveggja einstaklinga sem hafa dvalarleyfi hér á landi sem ekki veitir rétt til fjölskyldusameiningar. Foreldrar umsækjenda kusu að eignast barn sitt hér á landi þrátt fyrir þá staðreynd. Ljóst er að foreldrar umsækjenda geta snúið aftur til heimalands með umsækjanda þar sem staða hans yrði öruggari.“ Isidóra segir þennan úrskurð ósanngjarnan fyrir hönd sonar síns. „Við ætlum að kæra málið til kærunefndar útlendingamála og við vonum að þau snúi við þessari ákvörðun og að minnsta kosti fordæmi orðalag hennar,“ segir Isidora.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira