Lögfræðidrama breyttist í bjór Benedikt Bóas skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Bruggmeistararnir Árni Theodór Long, Hlynur Árnason og Sturlaugur Jón Björnsson. Mynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Um helgina birtist bjórinn Haustrunk Nr.c17 á nokkrum börum en hann er í hinum svokallaða Gose-stíl. Bjórinn mun einnig verða fáanlegur í hillum ÁTVR á næstunni. Árni Long, bruggmeistari Borgar Brugghúss, segir söguna á bak við bjórinn ekki alveg vera hina klassísku sögu. Hún sé örlítið öðruvísi. Upphafið má rekja til þess að þýska brugghúsið Wacken Brauerei sendi lögfræðibréf til Borgar Brugghúss þar sem krafist var tafarlausrar stöðvunar á notkun vörumerkisins Surtur. Vörumerkið er eitt það þekktasta sem komið hefur frá Borg sem selur bjór undir því nafni í kringum þorrann ár hvert. Þýsku bruggararnir höfðu skráð vörumerkið Surtr hjá Evrópusambandinu árið 2016 og hugðust leita réttar síns vegna skráningarinnar, þrátt fyrir að Borg hefði notað vörumerkið frá upphafi árs 2012. Árni segir að þegar Borg hafi verið að setja sig í stellingar til að semja svar hafi Þjóðverjarnir dregið aðeins í land. „Það var hálf vandræðalegt og óþýskt að bakka svona þannig að við buðum þeim bara að gleyma þessu máli og koma frekar í heimsókn til Íslands og búa til bjór. Þeim leist vel á það, enda fátt leiðinlegra en lögfræði, og voru svo bara mættir til Reykjavíkur að brugga fljótlega eftir sumarfrí,“ segir Árni.Jón Ingiberg Jónsteinsson túlkaði verkið.Ákveðið var að brugga bjór í Gose-stílnum og nota í hann hafþyrni, apríkósur og vanillu. „Bjórstíllinn tekur nafn sitt af ánni Gose sem rennur um Neðra-Saxland og er upphaflega bruggaður í bænum Goslar. Selta er helsta einkenni Gose-bjóra en það kemur til vegna þess að áin rennur í gegnum saltnámur á leið sinni til Goslar. Helge, bruggari Wacken, hafði fyrir því að sækja vatn í ána og koma með til landsins fyrir bruggunina. Bjórinn inniheldur því að hluta vatn úr þessari goðsagnakenndu á,“ segir Árni. Í kringum svona verkefni er hefð fyrir því hvernig nafn er valið og hvernig heildarhugmyndin muni líta út. „Slíkt verður venjulega til á bruggdegi þegar menn ná tíma saman í brugghúsinu og er gjarnan einhver einkahúmor eða stemming sem myndast á staðnum. Þetta var erfið fæðing að þessu sinni og Helge fór af landi brott áður en við náðum að ákveða nafn. Að þessu sinni var það jú lögfræðibrölt vegna nafnadeilna sem var hin raunverulega kveikja að verkefninu – okkur fannst því eðlilegt að nafnið fangaði það og enduðum á að stela nafni frá Wacken á bjórinn, sem heitir þá Haustrunk, eftir bjór frá Helge og félögum,“ segir hann og hlær. „Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort við eigum von á öðru bréfi á næstunni.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Um helgina birtist bjórinn Haustrunk Nr.c17 á nokkrum börum en hann er í hinum svokallaða Gose-stíl. Bjórinn mun einnig verða fáanlegur í hillum ÁTVR á næstunni. Árni Long, bruggmeistari Borgar Brugghúss, segir söguna á bak við bjórinn ekki alveg vera hina klassísku sögu. Hún sé örlítið öðruvísi. Upphafið má rekja til þess að þýska brugghúsið Wacken Brauerei sendi lögfræðibréf til Borgar Brugghúss þar sem krafist var tafarlausrar stöðvunar á notkun vörumerkisins Surtur. Vörumerkið er eitt það þekktasta sem komið hefur frá Borg sem selur bjór undir því nafni í kringum þorrann ár hvert. Þýsku bruggararnir höfðu skráð vörumerkið Surtr hjá Evrópusambandinu árið 2016 og hugðust leita réttar síns vegna skráningarinnar, þrátt fyrir að Borg hefði notað vörumerkið frá upphafi árs 2012. Árni segir að þegar Borg hafi verið að setja sig í stellingar til að semja svar hafi Þjóðverjarnir dregið aðeins í land. „Það var hálf vandræðalegt og óþýskt að bakka svona þannig að við buðum þeim bara að gleyma þessu máli og koma frekar í heimsókn til Íslands og búa til bjór. Þeim leist vel á það, enda fátt leiðinlegra en lögfræði, og voru svo bara mættir til Reykjavíkur að brugga fljótlega eftir sumarfrí,“ segir Árni.Jón Ingiberg Jónsteinsson túlkaði verkið.Ákveðið var að brugga bjór í Gose-stílnum og nota í hann hafþyrni, apríkósur og vanillu. „Bjórstíllinn tekur nafn sitt af ánni Gose sem rennur um Neðra-Saxland og er upphaflega bruggaður í bænum Goslar. Selta er helsta einkenni Gose-bjóra en það kemur til vegna þess að áin rennur í gegnum saltnámur á leið sinni til Goslar. Helge, bruggari Wacken, hafði fyrir því að sækja vatn í ána og koma með til landsins fyrir bruggunina. Bjórinn inniheldur því að hluta vatn úr þessari goðsagnakenndu á,“ segir Árni. Í kringum svona verkefni er hefð fyrir því hvernig nafn er valið og hvernig heildarhugmyndin muni líta út. „Slíkt verður venjulega til á bruggdegi þegar menn ná tíma saman í brugghúsinu og er gjarnan einhver einkahúmor eða stemming sem myndast á staðnum. Þetta var erfið fæðing að þessu sinni og Helge fór af landi brott áður en við náðum að ákveða nafn. Að þessu sinni var það jú lögfræðibrölt vegna nafnadeilna sem var hin raunverulega kveikja að verkefninu – okkur fannst því eðlilegt að nafnið fangaði það og enduðum á að stela nafni frá Wacken á bjórinn, sem heitir þá Haustrunk, eftir bjór frá Helge og félögum,“ segir hann og hlær. „Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort við eigum von á öðru bréfi á næstunni.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira