Samkvæmt tilkynningu frá lögregluembætti New York átti atvikið sér stað laust fyrir klukkan tvö að staðartíma og var leikarinn handtekinn og færður til lögreglustöðvar í Greenwich Village hverfi New York-borgar.
Baldwin, sem varð sextugur á árinu, hefur á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum 30 Rock. Þá hefur hann gert garðinn frægan í þáttunum Saturday Night Live, þar sem hann hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta og gert óspart grín að honum.
Trump-feðgar tjá sig um málið
Þegar Donald Trump fékk veður af máli Baldwin sagðist forsetinn eingöngu vilja óska leikaranum góðs gengis.
Sonur forsetans, Donald Trump yngri, var heldur harðorðari en hann tísti um að Baldwin hefði fengið mýmörg tækifæri til þess að vera „sæmileg manneskja,“ en ítrekað mistekist. Þá kallaði hann leikarann „rusl.“
Is anyone shocked at this piece of garbage anymore? As if the phone calls to his daughter weren’t bad enough. He’s a lib so he gets chance after chance to be decent but always fails!
Alec Baldwin Arrested After Fight Over Parking Spot | NBC New York https://t.co/lFQoNRp9J6
— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 2, 2018
Þá var Baldwin sýknaður af ásökunum um að hafa ráðist að ljósmyndara sem reyndi að mynda Baldwin og fjölskyldu hans í Los Angeles árið 1996.