Ný Formúlu 1 braut verður frumsýnd í næstu viku í höfuðborg Víetnam, Hanoi. Stjórnvöld þar í landi hafa sýnt kappakstrinum stuðning en alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hefur ekki staðfest keppnina.
Kappaksturinn mun fara fram á götum Hanoi ef af verður. Íbúar borgarinnar eru mjög sáttir með að fá Formúluna heim til að auka ferðamannafjöldann.
Víetnam kappaksturinn yrði fyrsta nýja Formúlu 1 keppnin síðan að Liberty Media tóku við stjórn íþróttarinnar árið 2017.
Þá yrði keppnin sú þriðja til að vera haldin í suð-austur Asíu með Singapúr og Malasíu. Þó var hætt þátttöku í Malasíu í fyrra vegna dræmrar miðasölu
Formúla 1 í Víetnam árið 2020
