Innlent

Ekki áframhaldandi gæsluvarðhald vegna meints peningaþvættis

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ferðamaðurinn er sagður hafa neitað að yfirgefa lögreglustöðina.
Ferðamaðurinn er sagður hafa neitað að yfirgefa lögreglustöðina. Vísir/Vilhelm
Karlmaður á sextugsaldri, sem var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvember að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á meintu peningaþvætti, er laus úr haldi lögreglu.

Rannsókn málsins miðar vel samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Maðurinn sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu og var hann handtekinn á fimmtudag í síðustu viku. Þá var húsleit framkvæmd á heimili mannsins að undangengnum dómsúrskurði. Lagt var hald á verulega fjármuni en fasteign mannsins hefur verið kyrrsett og hald lagt á bankareikninga og ökutæki hans. Eins lagði lögregla hald á töluvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum en lögreglan grunar að lyfin hafi verið ætluð til endursölu á svörtum markaði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×