Ástrali í fangelsi fyrir að hvetja eiginkonuna til sjálfsvígs Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2018 13:18 Graham Morant mætir fyrir dómara í Brisbane. EPA-EFE Dómstóll í Brisbane í Ástralíu hefur dæmt 69 ára karlmann, Graham Morant, í tíu ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína að svipta sig lífi, í þeim tilgangi að leysa út líftryggingu hennar. Eiginkona mannsins, Jennifer Morant, þjáðist af krónískum bakverk, þunglyndi og kvíða og fannst látin í bíl sínum í nóvember 2014. Við hlið hennar var miði þar sem hún bað um að endurlífgun yrði ekki reynd. Líftryggingin rann að fullu til eiginmannsins, alls um 120 milljónir króna. Í dómi kom fram að eiginmaðurinn hafi keypt búnað til verksins í járnvöruverslun og síðan hvatt eiginkonu sína til að binda enda á líf sitt. „Þú misnotaðir veika og þunglynda konu. Þú gafst henni ráðleggingar og aðstoð til að svipta sig lífi þannig að þú gætir komist yfir peninginn,“ sagði dómarinn Peter Davis þegar hann kvað upp dóminn.Hugðist stofna trúfélag Graham Morant á að hafa haft í hyggju að stofna trúfélag fyrir peninginn og sagt eiginkonu sinni, sem þá var 56 ára gömul, að guð þætti það ekki vera synd, myndi hún kjósa að fara þá leið að fremja sjálfsvíg. Dómarinn sagði að Graham Morant hafi ekki sýnt neina iðrun. Hann getur fyrst sótt um reynslulausn árið 2023.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717 Eyjaálfa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Dómstóll í Brisbane í Ástralíu hefur dæmt 69 ára karlmann, Graham Morant, í tíu ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína að svipta sig lífi, í þeim tilgangi að leysa út líftryggingu hennar. Eiginkona mannsins, Jennifer Morant, þjáðist af krónískum bakverk, þunglyndi og kvíða og fannst látin í bíl sínum í nóvember 2014. Við hlið hennar var miði þar sem hún bað um að endurlífgun yrði ekki reynd. Líftryggingin rann að fullu til eiginmannsins, alls um 120 milljónir króna. Í dómi kom fram að eiginmaðurinn hafi keypt búnað til verksins í járnvöruverslun og síðan hvatt eiginkonu sína til að binda enda á líf sitt. „Þú misnotaðir veika og þunglynda konu. Þú gafst henni ráðleggingar og aðstoð til að svipta sig lífi þannig að þú gætir komist yfir peninginn,“ sagði dómarinn Peter Davis þegar hann kvað upp dóminn.Hugðist stofna trúfélag Graham Morant á að hafa haft í hyggju að stofna trúfélag fyrir peninginn og sagt eiginkonu sinni, sem þá var 56 ára gömul, að guð þætti það ekki vera synd, myndi hún kjósa að fara þá leið að fremja sjálfsvíg. Dómarinn sagði að Graham Morant hafi ekki sýnt neina iðrun. Hann getur fyrst sótt um reynslulausn árið 2023.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Eyjaálfa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira