Innlent

Ákærður fyrir að nauðga konu í bílskúr og stela svo farsíma hennar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reikna má með tveggja til þriggja ára fangelsisdóms yfir manninum verði hann fundinn sekur sé miðað við dóma í málaflokknum undanfarin ár.
Reikna má með tveggja til þriggja ára fangelsisdóms yfir manninum verði hann fundinn sekur sé miðað við dóma í málaflokknum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm
Máli héraðssaksóknara á hendur karlmanni sem sakaður er um nauðgun verður framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Maðurinn er sakaður um að hafa gegn vilja haft samræði og önnur kynferðismök við konu í bílskúr í desember fyrir þremur árum.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hann hafi haldið konunni niðri, tekið fyrir munn hennar, gripið um háls hennar og girt niður um hana áður en hann braut á henni kynferðislega.

Hlaut konan sár og rispur í andliti, roða og depilblæðingar á hálsi, marbletti á lærum og fótleggjum og áverka á kynfærum. Telst brot mannsins varða 194. grein almennra hegningarlaga en viðurlög við brotinu eru allt að sextán ára fangelsi. Farið er fram á 2,5 milljónir króna í bætur fyrir konuna.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa, eftir að hann nauðgaði konunni, stolið farsíma hennar. 

Reikna má með því að dómur yfir manninum verði kveðinn upp öðrum hvoru megin við næstu mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×